Sýning, fundir og kvöldrölt

Framundan er síðasta sýningarvika á „Einu sinni var“, samsýningu 39 Fókusfélaga í Borgarbókasafninu, Menningarhúsi í Spönginni. Laugardagurinn 23. mars er síðasti laugardagurinn sem sýningin er opin, en lokað verður í bókasöfnum í dag föstudag vegna starfsdags. Páskar eru svo framundan og því ekki margir dagar eftir, við hvetjum öll til að kíkja sem ekki hafa haft tækifæri til þess enn. Sýningin stendur til 2. apríl.

Lesa áfram „Sýning, fundir og kvöldrölt“

Einu sinni var

Verið velkomin á „Einu sinni var“, sýningu sem er hönnuð með það í huga að bjóða þér í ferðalag um slóðir þar sem mörkin á milli myndrænnar framsetningar og tímalausra minninga eru óljós. Myndirnar sem hér eru geyma fjölda sagna sem hver og ein kallar fram einstakt sjónarhorn á liðna tíð og sameiginlegan reynsluheim fólks.

Lesa áfram „Einu sinni var“

Ljósmyndun sem listmiðill

María Kjartansdóttir. Mynd: Ósk Ebenesersdóttir.

María Kjartansdóttir, listrænn ljósmyndari, kom til okkur með fyrirlestur sem bar yfirskriftina „Ljósmyndun sem listmiðill“. Þar fór María yfir vegferð sína sem ljósmyndari og hvernig stíll hennar hefur þróast í gegnum árin en hún hefur tekið þátt í fjölmörgum listviðburðum og sýningum og unnið til ýmissa verðlauna. 

Lesa áfram „Ljósmyndun sem listmiðill“

Félagsstarfið hefst á ný

Nú þegar haustar að vaknar Fókus – félag áhugaljósmyndara af dvala. Stjórn hefur sett saman dagskrá fyrir haustið. Félagar eiga von á tölvupósti með frekari upplýsingum um næstu viðburði og starfið framundan.

Fyrsti fundur starfsársins er þriðjudaginn 12. september kl. 20.00 og er kynningarfundur þar sem stjórnin ætlar að fara yfir dagskrána.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu öfluga og skemmtilega ljósmyndastarfi getur þú skráð þig í félagið hér og fengið nánari upplýsingar um fundi, ferðir, sýningu félagsins og árbók.

Við hlökkum til komandi vetrar og vonum að við náum sem flest að vinna að áhugamálinu okkar, bæta okkur og læra eitthvað nýtt.