Vikuáskorun vikuna 15.-22. apríl er PANORAMA

Áskorunin að þessu sinni er PANORAMA.
Nýverið setti formaður okkar hann Arngrímur inn góðar og gagnlegar leiðbeiningar á heimasíðuna um það hvernig hægt sé að taka og vinna panorama myndir.
Því er tilvalið að hvetja þá félagsmenn sem ekki hafa reynt þetta áður til þess að notfæra sér leiðbeiningarnar og prófa þetta.
Það eru svo margir frábærir landslagsljósmyndarar í hópnum þannig að það væri líka gaman að fá að sjá einhverjar myndir frá þeim sem eru reynsluboltar í pano – tökum og eftirvinnu.

Endilega setjið inn ykkar panorama myndir inn á spjallið okkar undir þráðinn „Vikuáskorun 15. – 22. apríl„.

Fókusfélagar taka spjallið

Netfundur Fókus á TEAMS þriðjudaginn 13. apríl kl. 20:00 til 21:30
Fundurinn er að þessu sinni aðeins fyrir félaga í Fókus

Hallfríður Ingimundardóttir segir okkur í máli og myndum frá því hvernig hún hefur þróast sem ljósmyndari frá því hún kom í félagið okkar fyrir nokkrum árum og til dagsins í dag. Spennandi verður að heyra hvernig hún hefur getað nýtt sér jafningjafræðslu og aðra starfsemi í félaginu til að komast á þann stað sem hún er í dag, sem frábær ljósmyndari.

Anna Soffía Óskarsdóttir ætlar að segja frá áhugaverðum ljósmyndastöðum og sýnir okkur myndir samhliða, Anna Soffía er mikill náttúruunnandi og lengi búin að vera virk í félaginu. Anna hefur verið óspar við að miðla af sinni þekkingu sem einn af okkar allra fróðustu félögum um landið og náttúru þess. Anna ætlar að spjalla um hvernig hún sér fyrir sér staði og mótíf og hvernig megi virkja náttúruna í samhengi ljósmyndunar.

Ragnhildur Finnbjörnsdóttir stjórnarmeðlimur mun taka spjallið með þeim Hallfríði og Önnu.
Um leið skorum við á ykkur sem heima sitjið að vera ófeimin við að taka spjallið með þeim.

Kær kveðja, Fókus

Linkurinn á TEAMS er í tölvupósti sem ætti að hafa borist í gær.

Kvöldrölt í Gróttu

Í gærkvöldi, þriðjudagskvöldið 6. apríl, boðaði ferðanefnd félagsins til kvöldrölts í Gróttu til að mynda sólarlagið eða fuglana, æfa sig í að nota filtera og njóta öruggrar samveru við aðra ljósmyndara, með tveggja metra fjarlægð utandyra, spjalla um ljósmyndun, læra og leika.

Svona hittingar eru reglulegur þáttur í starfsemi félagsins. Félagar fá tölvupóst með öllum upplýsingum er varða ferðir. Þær einkennast af góðri stemmingu og skemmtilegu spjalli um myndatökur, þar sem fólk deilir af reynslu sinni og hjálpast að.

Eftir ferðir deila félagar svo myndum úr ferðinni í spjallþræði á vef félagsins þar sem er ótrúlega gaman að sjá hvernig fólk nálgast viðfangsefnin með ólíkum hætti. Hér er spjallþráðurinn með myndum frá gærkvöldinu.

Dagskrá þessa vors er aðgengileg hér, og fyrir þá sem hafa áhuga á að skrá sig í félagið er hægt að gera það hér.

Vikuáskorun vikuna 18.-24. mars er „þríhyrningar“

Vikuáskorunin þessa vikuna eru „þríhyrningar“. Þeir geta verið svo margslungnir og um að gera að láta hugmyndaflugið ráða.

Öllum er velkomið að taka þátt í þessari áskorun. Tilgangur hennar er að gefa ykkur hugmyndir að myndefni, gera eitthvað nýtt og leika ykkur. Við hlökkum til að sjá allar flottu myndirnar ykkur!

Setjið ykkar myndir á spjallið okkar hér: Vikuáskorun vikuna 18.-24. mars

Áskorun vikunnar, 11.-17. mars er „áferð“

Þessa vikuna hvetjum við Fókusfélaga til að beina athyglinni að smáatriðum í kringum sig þar sem viðfangsefni vikunnar er „Texture“ eða „áferð“. Að ná að festa áferð á mynd felur í sér sambland smáatriða, lita og mynsturs.

Photo by JJ Ying on Unsplash

Fróðleiksmyndbönd og texta tengt viðfangsefninu má finna á spjallinu okkar hér.

Setjið ykkar myndir á spjallið okkar hér: Áskorun vikunnar, 11.-17. mars.

Fókusstreymi í kvöld, 9. mars

Bernhard Kristinn Photographer

Í kvöld verður steymi á Facebook síðu félagsins með Bernhard Kristni atvinnuljósmyndara en hann ætlar að sýna okkur á bak við tjöldin frá auglýsingaverkefnum sem hann hefur verið að fást við. Ragnhildur Guðrún, stjórnarmeðlimur, mun sitja við hlið Bernhards og spyrja hann um allt milli himins og jarðar tengt því sem hann er að fást við.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á steyminu og þið megið endilega pósta inn spurningum/athugasemdum í kommentakerfið. Við munum gera okkar besta til að svara þeim.

Áskorun vikunnar 4.-11. mars er „negative space“

Áskorun vikunnar er „negative space“ eða  „neikvætt rými“.

Ljósmynd er hægt að skipta upp í „positive space“ eða jákvætt rými, sem er viðfangsefni myndarinnar, og „negative space“ eða neikvætt rými – sem er umgjörðin um viðfangsefnið eða bakgrunnurinn. Samspilið milli þessara þátta í myndbyggingunni er afgerandi fyrir jafnvægið í myndinni. Að gefa einföldum bakgrunni stórt rými í myndfleti getur haft jákvæð áhrif á myndbygginguna með því að hvíla augað og beina athyglinni að viðfangsefninu.  Slík notkun á neikvæðu rými kemur best fram í  stílbrigðum eins og naumhyggju eða minimalisma.

Lesa áfram „Áskorun vikunnar 4.-11. mars er „negative space““

Vikuáskorun

Vikuáskorun vikuna, 25. febrúar til 4. mars, er Sólarlag.

Öllum er velkomið að taka þátt í þessari áskorun. Tilgangur hennar er að gefa ykkur hugmyndir að myndefni, gera eitthvað nýtt og leika ykkur. Við hlökkum til að sjá allar flottu myndirnar ykkur!

Setjið ykkar myndir á spjallið okkar hér: Vikuáskorun vikuna, 25. febrúar til 4. mars, en þar má sjá gagnlegar stillingar fyrir myndavélina þegar teknar eru sólarlagsmyndir.