Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar í starfinu hjá okkur. Fyrirlestrar, opin hús, dagsferð og heimsókn á Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Hér koma stuttar frásagnir af helstu viðburðum og myndir.
Lesa áfram „Fréttir af félagsstarfi“Category: Fréttir
Félagsstarfið komið á fullt
Það er óhætt að segja að félagsstarfið í Fókus hafi farið kröftulega af stað. Kynningarfundurinn í september var fjölmennur, góð þátttaka í kvöldrölti, vel heppnuð ferð í Kerlingarfjöll og myndasýning á opnu húsi.
Lesa áfram „Félagsstarfið komið á fullt“Félagsstarfið hefst á ný
Nú þegar haustar að vaknar Fókus – félag áhugaljósmyndara af dvala. Stjórn hefur sett saman dagskrá fyrir haustið. Félagar eiga von á tölvupósti með frekari upplýsingum um næstu viðburði og starfið framundan.
Fyrsti fundur starfsársins er þriðjudaginn 12. september kl. 20.00 og er kynningarfundur þar sem stjórnin ætlar að fara yfir dagskrána.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu öfluga og skemmtilega ljósmyndastarfi getur þú skráð þig í félagið hér og fengið nánari upplýsingar um fundi, ferðir, sýningu félagsins og árbók.
Við hlökkum til komandi vetrar og vonum að við náum sem flest að vinna að áhugamálinu okkar, bæta okkur og læra eitthvað nýtt.
Næturferð Fókus 9. júní
Það var glaðbeittur hópur 18. ljósmyndara sem lagði af stað í óvenjulega ljósmyndaferð seinnpart dags, föstudaginn 9. júní. Leiðin lá út á Snæfellsnes, þar sem planið var að mynda stórkostlegt landslagið þar við sólsetur og sólarupprás í einni og sömu ferðinni.
Lesa áfram „Næturferð Fókus 9. júní“Aðalfundur 2023
Aðalfundur Fókus fór fram þriðjudaginn 2. maí. Mæting var góð, tæplega 30 félagar mættu.
Lesa áfram „Aðalfundur 2023“Kvöldfundur með Atla Þór
Í síðustu viku heimsótti Atli Þór Alfreðsson, auglýsingaljósmyndari, okkur og sagði okkur frá fjölda verkefna sem hann hefur unnið á farsælum ferli, bæði hér á Íslandi og víðar.
Lesa áfram „Kvöldfundur með Atla Þór“Glæsileg ljósmyndasýning opnuð
Laugardaginn 4. mars opnaði í Borgarbókasafninu í Spönginni ein stærsta ljósmyndasýning í sögu Fókus. 46 ljósmyndarar eiga þar ljósmyndir þar sem þemað er Mynstur náttúrunnar.
Lesa áfram „Glæsileg ljósmyndasýning opnuð“Dagsferð Fókusfélaga í Borgarfjörð
Í dag, 20. nóvember, fór hópur félaga í Borgarfjörð í ljósmyndaferð sem ferðanefndin skipulagði. Eins og svo oft í svona ferðum hittust félagar fyrst og skiptu sér í bíla og svo var haldið af stað.
Lesa áfram „Dagsferð Fókusfélaga í Borgarfjörð“„Ramminn þarf bara að ganga upp.“
Þriðjudagskvöldið 15. nóvember var haldinn félagsfundur í Fókus. Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari Háskóla Íslands, hélt erindi og sýndi fjölda mynda frá löngum ferli sem portrett- og fréttaljósmyndari.
Lesa áfram „„Ramminn þarf bara að ganga upp.““Kvöldrölt
Mikilvægur liður í starfsemi Fókus eru svokölluð kvöldrölt sem eru skipulögð af ferðanefnd félagsins. Markmiðið með þeim er að félagar hittist, myndi saman og ræði óformlega það sem fólk er að reyna að ná fram í myndatökunni.
Lesa áfram „Kvöldrölt“