Kvöldfundur með Atla Þór

Í síðustu viku heimsótti Atli Þór Alfreðsson, auglýsingaljósmyndari, okkur og sagði okkur frá fjölda verkefna sem hann hefur unnið á farsælum ferli, bæði hér á Íslandi og víðar.

Það var virkilega gaman að heyra hvernig Atli byggir upp lýsinguna í myndum sínum og nær þannig fram ýmsum hughrifum sem ríma við markmið auglýsingaherferðanna. Hann var óspar á ýmsar tæknilegar upplýsingar um myndatökurnar, búnað og aðferðir og vonandi verið félögum innblástur til þess að prófa nýja hluti í ljósmynduninni.

Að vanda var mætingin á fundinn góð og fundargestir spurðu margra góðra spurninga.

Framundan eru skemmtilegir viðburðir í starfi Fókus: vorferðin hefst á föstudag, aðalfundur er næsta þriðjudag, kvöldrölt og næturferð.

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.

Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.