Einu sinni var

Verið velkomin á „Einu sinni var“, sýningu sem er hönnuð með það í huga að bjóða þér í ferðalag um slóðir þar sem mörkin á milli myndrænnar framsetningar og tímalausra minninga eru óljós. Myndirnar sem hér eru geyma fjölda sagna sem hver og ein kallar fram einstakt sjónarhorn á liðna tíð og sameiginlegan reynsluheim fólks.

Á ferð þinni um sýninguna munt þú upplifa kunnugt og ókunnugt landslag og tengjast frásögnum sem rjúfa mörk landamæra og tímabila. Gamlar húsarústir og raddir fortíðar minna okkur á hversu vanmáttug við erum gagnvart tímanum sem æðir áfram. Hver mynd endurspeglar ólíkan þátt mannkyns en saman kalla þær fram vangaveltur um tengslin á milli fortíðar, nútíðar og framtíðar. Sýningarstjóri er Yael BC og aðstoðarsýningarstjóri Lea Amiel.

Formleg opnun sýningarinnar fer fram laugardaginn 2. mars 2024 kl 14.00 á Borgarbókasafninu í Spönginni. Léttar veitingar verða í boði.

Fókus er félag áhugaljósmyndara sem er nú á sínu 25. starfsári og hefur haldið sýningar nær árlega frá upphafi. Þátttakendur sýningarinnar eru 39 talsins og hefur engu verið til sparað í frágangi ljósmyndanna, en prentun og innrömmun myndanna fór fram á Akureyri í öruggum höndum Benedikts Sigurgeirssonar hjá Ljósmyndaprentun.is og frágangur hjá Innrömmun og handverk.

Fókus þakkar samstarfsaðilum kærlega fyrir veittan stuðning en þau eru:
Origo / Canon á Íslandi
Reykjavík Foto
Hugbúnaðarsetrið
Obeo Travel AS
Ljósmyndaprentun.is
Prentmet Oddi
Reykjavíkurborg
Borgarbókasafnið Menningahús Spönginni

Sýninganefnd Fókus 2023-2024:
Brynja Jóhannsdóttir
Jón Bjarnason
Kristján U. Kristjánsson
Ósk Ebenesersdóttir
Sigríður Jóna Kjartansdóttir

Stjórn Fókus 2023-2024:
Daðey Arnborg Sigþórsdóttir
Guðjón Ottó Bjarnason
Kristján U. Kristjánsson
Ósk Ebenesersdóttir
Svanur Sigurbjörnsson
Tryggvi Már Gunnarsson
Þorkell Sigvaldason