Árleg samsýning hefst 4. mars

Samsýning Fókus verður haldin í Borgarbókasafninu í Spönginni og stendur frá 4. mars til 14. apríl 2023.

Þema sýningarinnar er „Mynstur náttúrunnar“ og hefur mikill metnaður verið lagður í að tryggja gæði sýningarinnar, meðal annars með því að fá faglærðan sýningarstjóra, Díönu Júlíusdóttur.

Henni innan handar er finnski ljósmyndarinn Kasper Dalkarl, en bæði hafa þau útskrifast með meistarapróf í listum og menningu með áherslu á ljósmyndun frá Novia háskólanum í Finnlandi.

Nú í ár taka 46 áhugaljósmyndarar þátt í sýningunni og eru mörg þeirra að sýna verk á sýningu í fyrsta sinn.

Formleg opnun sýningarinnar er kl 14.00, laugardaginn 4. mars. Léttar veitingar verða í boði, vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Fókus – félag áhugaljósmyndara býður ykkur velkomin á sýninguna „Mynstur náttúrunnar“.

Fréttamyndir ársins 2020

Nú stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sýning á fréttamyndum ársins 2020 sem valdar voru af óháðri dómnefnd fyrir Blaðaljósmyndarafélag Íslands.

Myndin hér fyrir ofan var valin mynd ársins og er birt hér með leyfi frá Blaðaljósmyndarafélaginu. Myndin er hluti af myndaröð þar sem fjallað erum Covid-19 og álagið sem því fylgdi á Landspítalanum. Ljósmyndari / Þorkell Þorkelsson.

Lesa áfram “Fréttamyndir ársins 2020”