Glæsileg ljósmyndasýning opnuð

Fólk að virða fyrir sér myndir á sýningu. Mynd: Tryggvi Már

Laugardaginn 4. mars opnaði í  Borgarbókasafninu í Spönginni ein stærsta ljósmyndasýning í sögu Fókus. 46 ljósmyndarar eiga þar ljósmyndir þar sem þemað er Mynstur náttúrunnar.  

Rétt um 200 manns mættu á opnun sýuningarinnar.

Það er óhætt að segja að sýningin sé mjög fjölbreytt og myndefnin af ýmsum toga. Opnunin var mjög fjölmenn og virkilega gaman að sjá hversu mörg gáfu sér tíma til að fagna með félögum við þetta tækifæri.

Hér eru flest þeirra sem eiga mynd á sýningunni, ásamt sýningarstjórunum, Díönu Júlíusdóttr og Kasper Dalkarl.

Þetta árið var Díana Júlíusdóttir, ljósmyndari ráðin sýningarstjóri og hún fékk til liðs við sig Kasper Dalkarl frá Finnlandi, en bæði hafa þau útskrifast með meistarapróf í listum og menningu með áherslu á ljósmyndun frá Novia háskólanum í Finnlandi. Það er óhætt að segja að aðkoma þeirra hafi gert það að verkum að sýningin er öll hin glæsilegasta.

Gestir virða fyrir sér ólíkar túlkanir félagsmanna á þemanu, Mynstur nátúrunnar.

 Sýningin stendur frá 4. mars til 14. apríl 2023 og er opin á opnunartíma bókasafnsins:

  • mánudaga til fimmtudaga kl. 10-18
  • föstudaga kl. 11-18
  • laugardaga kl. 11-16

Verið öll hjartanlega velkomin á samsýningu Fókus!

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.

Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.