Ljósmyndasýning Fókus 2023


Hægri smellið og veljið „Save link as…“ til þess að vista, annars vinstri smella til að opna beint.

Sýningaskrá „Mynstur náttúrunnar“
Fréttatilkynning „Mynstur náttúrunnar“
Plakat „Mynstur Náttúrunnar“


Í ár hefur sýningarnefnd Fókus skipulagt ljósmyndasýningu félaga í Sjónarhóli; sýningarými Borgarbókasafnsins í Spönginni, Reykjavík, en jafnframt verður hluti safnrýmisins nýttur. Sýningartími er frá 4. mars til 14. apríl 2023.

Þema sýningarinnar er: Mynstur náttúrunnar.

Skilgreining: Mynstur náttúrunnar inniheldur endurtekin form hvaðan sem er á jörðu eða himni, hérlendis eða erlendis, í litum eða svart-hvítu. Það getur verið í víðáttu, þegar þysjað er inn í myndarammann að litlu broti og allt þar á milli.

Form mynda verður í hlutfallinu 7:5 í 70 x 50 cm stærð og má vera lárétt eða lóðrétt. Hér eru stuttar leiðbeiningar um hvernig sé best að skera myndirnar rétt fyrir skil.

Sýningarnefndin fékk til liðs við sýninguna sýningarstjórann Díönu Júlíusdóttur. Hún er ljósmyndari og er um þessi misseri að útskrifast úr meistaranámi við sýningarstjórnun. Díana er kunnug starfi okkar og þekkir metnað Fókus í að auka vegferð og hróður áhugaljósmyndara. Hlutverk sýningarstjóra er m.a. að taka út sýningarsalinn, hafa umsjón með vali mynda inn á sýninguna, ákveða prentun í samráði við sýningarnefnd og fagaðila prentunar, hafa umsjón við uppsetningu mynda og skrifa um sýninguna í sýningarskrá.

50 myndir verða valdar inn (frá 50 félögum).

Valnefnd sýningarinnar: Díana Júlíusdóttir og Kasper Dalkarl

Óbreytt frá síðustu sýningu er val á prentþjónustu og pappír (og frágangi) en mikil ánægja var með þjónustu Benedikts í Ljósmyndaprentun.is: bæði almenna ráðgjöf og gæði prentunarinnar.

Tæknilegir þættir:

Prentun mynda verður í stærð 50×70 cm (lárétt eða  lóðrétt ) sem eru 5:7 hlutföll (sem þarf að kroppa út úr venjulegum 3:2 hlutföllum flestra myndavéla). Það á að skila myndum í þeirri upplausn sem myndavélin skilar af sér.  Myndbandsleiðbeiningar munu birtast hér þegar nær dregur. Sýningarnefnd getur veitt ráðleggingar og aðstoðað þá sem eru ekki með þessi mál alveg á hreinu. 

Kostnaður prentununar er kr. 18.000 á mynd. Hver félagi borgar fyrir prentun á sinni mynd. Allir félagar í Fókus geta fengið prentaða mynd hvort sem hún er á sýningunni eður ei. Viðkomandi getur þá haft samband tímanlega við ljosmyndaprentun.is.

Myndir mega vera allt að 3ja ára gamlar en við hvetjum ykkur að reyna fanga nýjar myndir og láta sköpunarkraft ykkar skína. Einu skilyrðin eru að myndirnar mega ekki hafa verið sýndar á neinni formlegri ljósmyndasýningu áður eða verið í útgefnum verkum á prenti s.s. bókum og tímaritum. Myndirnar mega hafa verið birtar á samfélagsmiðlum og annars staðar á netinu.

Innsending mynda:

Hefja má innsendingu mynda 15. desember og lokadagur er 9. Janúar 2023.

Hver félagi má skila inn allt að 3 myndum. Hver mynd fær eitt númer (t.d. 01a, 01b og 01c) sem er sent til valnefndar til að tryggja að engar upplýsingar um félaga fylgi myndinni og til að tryggja að einungis ein mynd verði valin frá hverjum félaga. 50 myndir verða valdar inn (frá 50 félögum).

Myndir skal senda á netfangið syning@fokusfelag.is

Athugið að það eru ~25MB stærðartakmörk fyrir viðhengi á pósthólfinu okkar og því er best að nota www.wetransfer.com til að koma myndum til okkar. Sýningarnefnd mun staðfesta mótttöku fljótlega eftir viðtöku mynda, en við höfum lent í því að tölvupóstar hafa ekki borist til okkar (t.d. vegna of stórra viðhengja).

Nauðsynlegt er að skráarheiti innsendra mynda innihaldi fullt nafn höfundar ásamt titli myndarinnar. Varast skal að nota íslenska stafi. Dæmi um rétt myndað nafn er:

JonJonsson_ismynstur_ad_hausti.tiff

Nafni myndar er breytt í númer af sýningarnefnd Fókus áður en valnefnd fær mynd til skoðunar.