Aðalfundur 2024

Aðalfundur Fókus, félags áhugaljósmyndara, fór fram í kvöld, 14. maí. Alls mættu 38 félagar á fundinn, sem er óvenju góð mæting á aðalfund.

Svanur Sigurbjörnsson stýrði fundinum. Mynd: Tryggvi Már.

Fundarstörf voru hefðbundin og í samræmi við lög félagsins. Stjórnin gerði grein fyrir félagasstarfinu í vetur og ársreikningur var samþykktur án athugasemda.

Kristján gjaldkeri gerir grein fyrir ársreikningi félagsins. Mynd: Tryggvi Már.

Síðan var kosið í stjórn og þurfti að kjósa á mili 3 frambjóðenda í tvær stöður meðstjórnanda, en aðrir voru sjálfkjörnir.

Eftirfarandi breytingar urðu á stjórn:

  1. Guðjón Ottó, varaformaður hætti, Arngrímur Blöndahl, fyrrverandi formaður tók sæti hans.
  2. Svanur Sigurbjörnsson, meðstjórnandi hætti, Gissur Orri Steinarsson var kosinn í hans stað.
  3. Kristján U. Kristjánsson og Tryggvi Már Gunnarsson hlutu endurkjör í stöðu gjaldkera og meðstjórnanda.

Ný stjórn er þá þannig skipuð:

Daðey Arnborg Sigþórsdóttir, formaður
Arngrímur Blöndahl, varaformaður
Kristján U, Kristjánsson, gjaldkeri
Þorkell Sigvaldason, ritari
Gissur Orri Steinarsson, meðstjórnandi
Ósk Ebenesersdóttir, meðstjórnandi
Tryggvi Már Gunnarsson, meðstjórnandi

Við þökkum fráfarandi stjórnarmönnum fyrir vel unnin störf og bjóðum nýja stjórnarmeðlimi velkomna til starfa!

Atkvæðatalning i kosningu til stjórnar. Mynd: Tryggvi Már.

Ferðanefnd og sýningarnefnd voru valdar og fundinum lauk svo með umræðum um önnur mál.

Ferðanefnd:

Anna Soffía Óskarsdóttir
Brynja Jóhannsdóttir
Einar Valur Einarsson
Gissur Orri Steinarsson
Aðalsteinn Leifsson
Valentina Michelsen
Einar Björn Skúlason

Sýningarnefnd:

Jón Bjarnason
Friðrik Þorsteinsson
Rannveig Björk Gylfadóttir
Bára Snæfeld Jóhannsdóttir
Einar Hrafnkell Haraldsson
Ólafur Magnús Håkansson 

Stjórnar og nefnda bíður nú að skipuleggja starf næsta starfsárs. Síðustu viðburðir þessar starfsárs eru kvöldrölt 28. maí, og síðan eru kvöldrölt alla þriðjudaga í júní.

Þannig að það er margt skemmtilegt framundan fyrir félaga í Fókus. Dagskráin er aðgengileg hér á vefnumFacebook síðan okkar er lífleg og svo erum við komin á Instagram.

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.