Skráning í félagið

Með því að skrá þig í Fókus – félag áhugaljósmyndara geturðu mætt á reglulega kvöldfundi og hittinga á vegum félagsins, sótt námskeið og kynningar, og farið í styttri og lengri ferðalög í góðum félagsskap. Vinsamlega fylltu út reitina hér að neðan til að skrá þig í félagið.

Ath. ekki láta "Did you mean..." ábendinguna trufla, skráningin mun skila sér. Erum að vinna í þessum bögg!

Samhliða þessu þarftu að greiða árgjaldið, sem er í dag 7.500, innan tveggja vikna. Árgjaldið greiðist inn á reikning 537-26-16822, kt 680499-3149.
Merkja skal innleggið með kennitölu og senda staðfestingu á greiðslu á gjaldkeri@fokusfelag.is. Margir lenda í því að póstsendingar frá félaginu berist í rusl- eða auglýsingasíu og því þarf að leita þar ef bréf frá okkur finnst ekki. Ath. að skráningar eru unnar handvirkt og það geta liðið örfáir dagar frá því að þú færð svar við skráningu þinni.

Skömmu eftir skráningu gerist eftirfarandi:

  • Netfangið þitt fer á póstlista félagsins þar sem viðburðir verða kynntir, en tölvupóstur er aðal samskiptaleið stjórnar til félagsmanna.
  • Fókus er á Facebook með grúppu sem er opin öllum, sem er aðallega notuð af félaginu til þess að kynna viðburði, en einungis skráðir Fókusfélagar mega taka þátt í viðburðum.
  • Spjallið þarftu að skrá þig sjálf(ur) á, en í kjölfar þess munu stjórnendur spjallsins virkja þig sem meðlim sem hefur aðgang að lokuðu svæði fyrir félagsmenn. Ath. að einhver smá tími getur liðið á milli þar sem þetta er gert handvirkt. Láttu okkur vita á fokusfelag (hjá) fokusfelag.is ef þú ert ekki komin með fullan aðgang fljótlega eftir skráningu.
  • Kvöldfundir eru fastir liðir og eru þeir haldnir mánaðarlega í sal miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

Við hlökkum til að sjá þig í starfinu.