Skráning í félagið

Með því að skrá þig í Fókus – félag áhugaljósmyndara geturðu mætt á reglulega kvöldfundi og hittinga á vegum félagsins, sótt námskeið og kynningar, og farið í styttri og lengri ferðalög í góðum félagsskap. Vinsamlega fylltu út reitina hér að neðan til að skrá þig í félagið.

Samhliða þessu þarftu að greiða árgjaldið, sem er í dag 7.500, innan tveggja vikna. Árgjaldið greiðist inn á reikning 537-26-16822, kt 680499-3149.
Merkja skal innleggið með kennitölu og senda staðfestingu á greiðslu á gjaldkeri@fokusfelag.is

Skömmu eftir skráningu gerist eftirfarandi:

  • Netfangið þitt fer á póstlista félagsins þar sem viðburðir verða kynntir, en tölvupóstur er aðal samskiptaleið stjórnar til félagsmanna.
  • Fókus er á Facebook með grúppu sem er opin öllum, sem er aðallega notuð af félaginu til þess að kynna viðburði, en einungis skráðir Fókusfélagar mega taka þátt í viðburðum.
  • Spjallið þarftu að skrá þig sjálf(ur) á, en í kjölfar þess munu stjórnendur spjallsins virkja þig sem meðlim sem hefur aðgang að lokuðu svæði fyrir félagsmenn. Ath. að einhver smá tími getur liðið á milli þar sem þetta er gert handvirkt. Láttu okkur vita á fokusfelag (hjá) fokusfelag.is ef þú ert ekki komin með fullan aðgang fljótlega eftir skráningu.
  • Kvöldfundir er fastur liður og eru þeir haldnir annan hvern þriðjudag í Kelduskóla Korpu í Grafarvogi kl 20.00, hægt er að sjá dagsetningar á viðburðadagskrá á heimasíðu félagsins og allir Fókusfélagar eru innilega velkomnir.

Við hlökkum til að sjá þig í starfinu.