Ljósmyndun sem listmiðill

María Kjartansdóttir. Mynd: Ósk Ebenesersdóttir.

María Kjartansdóttir, listrænn ljósmyndari, kom til okkur með fyrirlestur sem bar yfirskriftina „Ljósmyndun sem listmiðill“. Þar fór María yfir vegferð sína sem ljósmyndari og hvernig stíll hennar hefur þróast í gegnum árin en hún hefur tekið þátt í fjölmörgum listviðburðum og sýningum og unnið til ýmissa verðlauna. 

María, sem útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2005, sagði frá því hvernig henni fannst hún í upphafi ferils síns knúin til þess að gera ljósmyndir sínar að listaverki. María prufaði til þess ýmiskonar aðferðir, má þar nefna að sauma út í ljósmyndirnar, teikna og/eða mála í þær, eða búa til hreyfimyndir úr þeim. Þessar aðferðir hennar hafa þó leitt hana til þeirrar skoðunnar í dag að ekki þurfi að styrkja ljósmynd með því að blanda henni við annað listform, góð mynd geti staðið sterk ein og sér sem listaverk.

María hefur meðal annars saumað í ljósmyndir sínar. Mynd: Daðey Arnborg Sigþórsdóttir.

Erindi Maríu vakti mikla lukku meðal þeirra rúmlega 30 félagsmanna sem mættu á fundinn og vöknuðu fjölmargar spurningar. Við þökkum Maríu kærlega fyrir komuna og gott erindi.

María sýnir myndir úr seríu sinni „Connections“. Mynd: Daðey Arnborg Sigþórsdóttir.

Þeim sem vilja kynna sér verk Maríu betur er bent á heimasíðu hennar og Instagram síðu en hér má svo sjá fjölbreyttar ljósmyndir eftir hana.

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.