Það er alltaf gaman að fá innsýn í vinnuaðstöðu og störf ljósmyndara í stúdíói. Þriðjudagskvöldið 20. febrúar tók Gunnar Svanberg á móti tæplega 40 fókusfélögum í Bunker Studio, einu af glæsilegri ljósmyndastúdíóum landsins.
Gunnar sagði okkur meðal annars frá sögu stúdíósins, fyrirkomulaginu, sýndi okkur hversu fjölbreyttar og ólíkar tökur væri hægt að vinna og kryddaði með nokkrum vel völdum sögum.
Gunnar hefur starfað ljósmyndun í yfir 20 ár og komið víða við. Filmur og stafræn ljósmyndun, þrífætur og gervigreind voru meðal þess sem hann kom inn á í skemmtilegu spjalli.
Að því loknu bauð félagið upp á veitingar og spjall. Virkilega skemmtileg kvöldstund og félagið þakkar Gunnari kærlega fyrir að taka á móti okkur. Hægt er að kynna sér verkefni Gunnars á vefnum hans, https://www.gunnarsvanberg.com/.
Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.