Félagsstarfið komið á fullt

Það er óhætt að segja að félagsstarfið í Fókus hafi farið kröftulega af stað. Kynningarfundurinn í september var fjölmennur, góð þátttaka í kvöldrölti, vel heppnuð ferð í Kerlingarfjöll og myndasýning á opnu húsi.

Rétt tæplega 50 Fókusfélagar mættu á vel heppnaðan kynningarfund 14. september síðastliðinn þar sem Daðey Arnborg Sigþórsdóttir kynnti starf vetrarins.

Daðey formaður fer yfir starfið í Fókus og kynnir dagskrána. Mynd: Kristján U. Kristjánsson

Það er svo sannarlega margt skemmtilegt framundan og hægt að kynna sér dagskrána hér.

Helgina 23.-24. september hélt hópur Fókusfélaga í ljósmyndaferð í Kerlingarfjöll sem félagið stóð fyrir. Veðrið var svolítið krefjandi en á opnu húsi þann 26. september voru sýndar 139 myndir úr ferðinni og ljóst að fjöllin hafa boðið upp á mörg spennandi mótíf og stemmingin í hópnum verið sérlega góð.

Hér er brot af þeim myndum sem sýndar voru á opna húsinu.

Ljósmyndarar mynda ljósmyndara að mynda. Mynd: Andri Þór Halldórsson
Dramatísk birta á fjöllum. Mynd: Einar Valur Einarsson
Ásgarðsá í Kerlingarfjöllum. Mynd: Gissur O. Steinarsson
Veturinn bankar á dyrnar. Mynd: Anna Soffía Óskarsdóttir
Fegurðin er oft í því smáa þótt landslagið sé mikilfenglegt. Mynd: Lárus St. Guðmundsson
Bullandi jarðhitinn kallast á við snjóinn og kuldann. Mynd: Kristján U. Kristjánsson
Ásgarðsáin séð úr lofti. Mynd: Einar Björn Skúlason
Andri Þór Bjó til þetta frábæra myndband í ferðinni.

Framundan eru kvöldfundir með fyrirlesurum, kynning á Leica myndavélum, heimsókn í Ljósmyndasafn Reykjavíkur, kvöldrölt og dagsferð. Undirbúningur fyrir árlega ljósmyndasýningu félagsmanna er einnig hafinn.

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.

Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.