Áhugaverðar sýningar og hlaðvörp

Nú þegar styttist í lok starfsársins hjá okkur er kannski snjallt að benda fólki á hlaðvörp sem hægt er að hlusta á í útilegum og á ferðlögum, sjónvarpsþætti og annað sem getur stytt okkur stundirnar á milli þess sem við förum út að mynda í sumar.

Við minnum þó á opið hús 16. maí og kvöldrölt sem verða öll þriðjudagskvöld í júní og félagar munu fá nánari upplýsingar um í tölvupósti.

Lesa áfram „Áhugaverðar sýningar og hlaðvörp“

Árleg samsýning hefst 4. mars

Samsýning Fókus verður haldin í Borgarbókasafninu í Spönginni og stendur frá 4. mars til 14. apríl 2023.

Þema sýningarinnar er „Mynstur náttúrunnar“ og hefur mikill metnaður verið lagður í að tryggja gæði sýningarinnar, meðal annars með því að fá faglærðan sýningarstjóra, Díönu Júlíusdóttur.

Henni innan handar er finnski ljósmyndarinn Kasper Dalkarl, en bæði hafa þau útskrifast með meistarapróf í listum og menningu með áherslu á ljósmyndun frá Novia háskólanum í Finnlandi.

Nú í ár taka 46 áhugaljósmyndarar þátt í sýningunni og eru mörg þeirra að sýna verk á sýningu í fyrsta sinn.

Formleg opnun sýningarinnar er kl 14.00, laugardaginn 4. mars. Léttar veitingar verða í boði, vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Fókus – félag áhugaljósmyndara býður ykkur velkomin á sýninguna „Mynstur náttúrunnar“.

Starfið hefst aftur eftir jólafrí

Þá er félagsstarfið í Fókus að hefjast aftur eftir jólafrí.

Skilafrestur fyrir myndir á sýningu félagsins rennur út á miðnætti í dag, 9. janúar.

Fyrsta opna hús ársins verður þriðjudaginn 10. janúar þar sem við fáum m.a. stutta kynningu frá Myndstef um ýmis réttindmál ljósmyndara.

Þann 24. janúar verður síðan félagsfundur þar sem Þorkell Þorkelsson ljósmyndari mun segja frá ýmiss konar verkefnum sem hann hefur unnið.

Ferðanefndin mun hefja sitt starf núna á fyrstu vikum ársins og opnað verður fyrir innsendingar félagsmanna í árbók félagsins.

Þannig að það er margt um að vera og líflegt starf framundan næstu mánuði.

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.

Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.