Áhugaverðar sýningar og hlaðvörp

Nú þegar styttist í lok starfsársins hjá okkur er kannski snjallt að benda fólki á hlaðvörp sem hægt er að hlusta á í útilegum og á ferðlögum, sjónvarpsþætti og annað sem getur stytt okkur stundirnar á milli þess sem við förum út að mynda í sumar.

Við minnum þó á opið hús 16. maí og kvöldrölt sem verða öll þriðjudagskvöld í júní og félagar munu fá nánari upplýsingar um í tölvupósti.

Lesa áfram „Áhugaverðar sýningar og hlaðvörp“

Árleg samsýning hefst 4. mars

Samsýning Fókus verður haldin í Borgarbókasafninu í Spönginni og stendur frá 4. mars til 14. apríl 2023.

Þema sýningarinnar er „Mynstur náttúrunnar“ og hefur mikill metnaður verið lagður í að tryggja gæði sýningarinnar, meðal annars með því að fá faglærðan sýningarstjóra, Díönu Júlíusdóttur.

Henni innan handar er finnski ljósmyndarinn Kasper Dalkarl, en bæði hafa þau útskrifast með meistarapróf í listum og menningu með áherslu á ljósmyndun frá Novia háskólanum í Finnlandi.

Nú í ár taka 46 áhugaljósmyndarar þátt í sýningunni og eru mörg þeirra að sýna verk á sýningu í fyrsta sinn.

Formleg opnun sýningarinnar er kl 14.00, laugardaginn 4. mars. Léttar veitingar verða í boði, vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Fókus – félag áhugaljósmyndara býður ykkur velkomin á sýninguna „Mynstur náttúrunnar“.