Kvöldrölt við Mógilsá

Nokkrir Fókusfélagar hittust við Esjurætur í kvöld, 20. júní, og gengu um í umhverfi Mógislár. Þar var ýmislegt að mynda, fallegur skógarbotn, tré, lúpína í blóma og sitthvað fleira.

Birtan var sannarlega falleg og hverdagsleg puntstráin urðu að fallegu mótívi í birtunni. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Veðrið lék við félaga og sólin var við það að setjast yfir Esjunni og sló gylltum bjarma á skóginn, skógarkerfilinn og lúpínuna.

Sólin sest yfir Esjunni. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Að vanda var spjallað um áhugamálið, hvort sem það snerist um græjur, filtera, focus-stacking eða birtuna í umhverfinu.

Plöntugreining og macrolinsur eru áhugamál sem eiga sérlega vel saman. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Það var sérlega ánægjulegt að fara út að mynda í góðu veðri, njóta góðrar birtu og finna gróðurlyktina í loftinu.

Sjaldgæf mynd af fíflum í el(f)tingaleik. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Þetta var næstsíðasta rölt starfsársins, það síðasta verður þriðjudaginn í næstu viku og munu félagar fá nánari upplýsingar í tölvupósti þegar nær dregur.

Fleiri myndir úr röltinu má sjá í Facebook hópi Fókus.

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.

Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.