Kvöldrölt í júní

Síðasti hluti á starfsári félagsins eru kvöldrölt alla þriðjudaga í júní. Það fyrsta fór fram 6. júní og mættu um 15 félagar í Hólavallakirkjugarð, röltu þar um og mynduðu og enduðu svo kvöldið á kaffihúsi í léttu spjalli.

Fólk fór ýmsar leiðir í myndatökunni og unnu t.d. með macromyndatöku. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Birtan var mjúk og bauð upp á ýmisskonar tilraunir. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Kvöldröltin eru fastur þáttur í starfsemi félagsins og drífa mann oft af stað út að mynda, hitta félaga og ræða alls konar tækni og atriði sem tengjast ljósmyndun. Útkoman er oft skemmtileg og maður prófar tækni og aðferðir sem manni dettur ekki alltaf í hug.

Í þessu kvöldrölti gerði ég t.d. tilraunir með ICM. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Alls kyns mynstur og myndefni verða sýnileg í svona rölti. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Framundan eru síðan kvöldrölt 13., 20., og 27., júní og félagar fá póst um staðsetningu og tímasetningu tímanlega fyrir hvert rölt.

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.

Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.