Í síðustu viku heimsótti Atli Þór Alfreðsson, auglýsingaljósmyndari, okkur og sagði okkur frá fjölda verkefna sem hann hefur unnið á farsælum ferli, bæði hér á Íslandi og víðar.
Lesa áfram „Kvöldfundur með Atla Þór“Author: Tryggvi Már Gunnarsson
Glæsileg ljósmyndasýning opnuð
Laugardaginn 4. mars opnaði í Borgarbókasafninu í Spönginni ein stærsta ljósmyndasýning í sögu Fókus. 46 ljósmyndarar eiga þar ljósmyndir þar sem þemað er Mynstur náttúrunnar.
Lesa áfram „Glæsileg ljósmyndasýning opnuð“Árleg samsýning hefst 4. mars
Samsýning Fókus verður haldin í Borgarbókasafninu í Spönginni og stendur frá 4. mars til 14. apríl 2023.
Þema sýningarinnar er „Mynstur náttúrunnar“ og hefur mikill metnaður verið lagður í að tryggja gæði sýningarinnar, meðal annars með því að fá faglærðan sýningarstjóra, Díönu Júlíusdóttur.
Henni innan handar er finnski ljósmyndarinn Kasper Dalkarl, en bæði hafa þau útskrifast með meistarapróf í listum og menningu með áherslu á ljósmyndun frá Novia háskólanum í Finnlandi.
Nú í ár taka 46 áhugaljósmyndarar þátt í sýningunni og eru mörg þeirra að sýna verk á sýningu í fyrsta sinn.
Formleg opnun sýningarinnar er kl 14.00, laugardaginn 4. mars. Léttar veitingar verða í boði, vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Fókus – félag áhugaljósmyndara býður ykkur velkomin á sýninguna „Mynstur náttúrunnar“.
„Þetta var skárst – eitt og annað gamalt og nýtt“ með Þorkeli Þorkelssyni
Þriðjudagskvöldið 25. janúar kom Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítalans á fund og sagði okkur magnaðar sögur og ævintýri af löngum ljósmyndaferli.
Lesa áfram „„Þetta var skárst – eitt og annað gamalt og nýtt“ með Þorkeli Þorkelssyni“Hver má nota myndina mína?
Þriðjudagskvöldið 10. janúar fengu Fókusfélagar kynningu á helstu atriðum sem varða höfundarétt á ljósmyndum. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir lögfræðingur Myndstefs kynnti fyrir okkur nokkur grundvallaratriði höfundarréttarlaga.
Lesa áfram „Hver má nota myndina mína?“Starfið hefst aftur eftir jólafrí
Þá er félagsstarfið í Fókus að hefjast aftur eftir jólafrí.
Skilafrestur fyrir myndir á sýningu félagsins rennur út á miðnætti í dag, 9. janúar.
Fyrsta opna hús ársins verður þriðjudaginn 10. janúar þar sem við fáum m.a. stutta kynningu frá Myndstef um ýmis réttindmál ljósmyndara.
Þann 24. janúar verður síðan félagsfundur þar sem Þorkell Þorkelsson ljósmyndari mun segja frá ýmiss konar verkefnum sem hann hefur unnið.
Ferðanefndin mun hefja sitt starf núna á fyrstu vikum ársins og opnað verður fyrir innsendingar félagsmanna í árbók félagsins.
Þannig að það er margt um að vera og líflegt starf framundan næstu mánuði.
Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.
Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.
Jólafundur, ljósabúnaður og kvöldrölt
Þriðjudagskvöldið 6. desember fór fram jólafundur Fókus. Dagskráin var einföld eins og venjan er á jólafundum. Að þessu sinni var haldið bingó, þar sem félagsmenn gátu unnið vinninga frá Reykjavík Foto. Að loknu bingói nutu félagar samverunnar með veitingum og ljósmyndatengdu spjalli.
Lesa áfram „Jólafundur, ljósabúnaður og kvöldrölt“Dagsferð Fókusfélaga í Borgarfjörð
Í dag, 20. nóvember, fór hópur félaga í Borgarfjörð í ljósmyndaferð sem ferðanefndin skipulagði. Eins og svo oft í svona ferðum hittust félagar fyrst og skiptu sér í bíla og svo var haldið af stað.
Lesa áfram „Dagsferð Fókusfélaga í Borgarfjörð“„Ramminn þarf bara að ganga upp.“
Þriðjudagskvöldið 15. nóvember var haldinn félagsfundur í Fókus. Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari Háskóla Íslands, hélt erindi og sýndi fjölda mynda frá löngum ferli sem portrett- og fréttaljósmyndari.
Lesa áfram „„Ramminn þarf bara að ganga upp.““Kvöldrölt
Mikilvægur liður í starfsemi Fókus eru svokölluð kvöldrölt sem eru skipulögð af ferðanefnd félagsins. Markmiðið með þeim er að félagar hittist, myndi saman og ræði óformlega það sem fólk er að reyna að ná fram í myndatökunni.
Lesa áfram „Kvöldrölt“