Starfið hefst aftur eftir jólafrí

Þá er félagsstarfið í Fókus að hefjast aftur eftir jólafrí.

Skilafrestur fyrir myndir á sýningu félagsins rennur út á miðnætti í dag, 9. janúar.

Fyrsta opna hús ársins verður þriðjudaginn 10. janúar þar sem við fáum m.a. stutta kynningu frá Myndstef um ýmis réttindmál ljósmyndara.

Þann 24. janúar verður síðan félagsfundur þar sem Þorkell Þorkelsson ljósmyndari mun segja frá ýmiss konar verkefnum sem hann hefur unnið.

Ferðanefndin mun hefja sitt starf núna á fyrstu vikum ársins og opnað verður fyrir innsendingar félagsmanna í árbók félagsins.

Þannig að það er margt um að vera og líflegt starf framundan næstu mánuði.

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.

Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.

Jólafundur, ljósabúnaður og kvöldrölt

Þriðjudagskvöldið 6. desember fór fram jólafundur Fókus. Dagskráin var einföld eins og venjan er á jólafundum. Að þessu sinni var haldið bingó, þar sem félagsmenn gátu unnið vinninga frá Reykjavík Foto. Að loknu bingói nutu félagar samverunnar með veitingum og ljósmyndatengdu spjalli.

Lesa áfram „Jólafundur, ljósabúnaður og kvöldrölt“

Sjö góð ráð fyrir haustlitina

Nú þegar haustið nálgast tekur náttúran á sig einstakan blæ þar sem sterkir litir í gróðrinum taka yfir. Sólarupprás og sólsetur eru á skikkanlegum tíma og ekki nauðsynlegt að rífa sig upp fyrir allar aldir eða vaka fram á nótt til þess að komast í fallega birtu. 

Hér er farið yfir nokkur atriði sem vonandi geta nýst við að undirbúa haustlitaljósmyndaferðina sem best og kveikt einhverjar hugmyndir. 

Lesa áfram „Sjö góð ráð fyrir haustlitina“

Kvöldrölt í Gróttu

Í gærkvöldi, þriðjudagskvöldið 6. apríl, boðaði ferðanefnd félagsins til kvöldrölts í Gróttu til að mynda sólarlagið eða fuglana, æfa sig í að nota filtera og njóta öruggrar samveru við aðra ljósmyndara, með tveggja metra fjarlægð utandyra, spjalla um ljósmyndun, læra og leika.

Svona hittingar eru reglulegur þáttur í starfsemi félagsins. Félagar fá tölvupóst með öllum upplýsingum er varða ferðir. Þær einkennast af góðri stemmingu og skemmtilegu spjalli um myndatökur, þar sem fólk deilir af reynslu sinni og hjálpast að.

Eftir ferðir deila félagar svo myndum úr ferðinni í spjallþræði á vef félagsins þar sem er ótrúlega gaman að sjá hvernig fólk nálgast viðfangsefnin með ólíkum hætti. Hér er spjallþráðurinn með myndum frá gærkvöldinu.

Dagskrá þessa vors er aðgengileg hér, og fyrir þá sem hafa áhuga á að skrá sig í félagið er hægt að gera það hér.

Ætlar þú að mynda gosið?

Sumir segja að það sé fátt sem toppi eldgos þegar kemur að landslagsljósmyndun. Ég er alveg í þeim hópi og þegar fregnir bárust af eldgosi í bakgarði höfuðborgarsvæðisins fór um mig fiðringur og á sunnudag gekk ég að gosstöðvunum og naut þar náttúrundurs sem ég mun seint gleyma.

Séð yfir gíginn í Geldingadal. (Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson)

Það eru eflaust margir Fókusfélagar sem hugsa sér gott til glóðarinnar (í orðsins fyllstu merkingu) og vilja gera sér ferð að gosstöðvunum eins og þúsundir Íslendinga hafa þegar gert.

Lesa áfram „Ætlar þú að mynda gosið?“

Þú þarft að geta hlustað á þögnina

Eyþór Ingi Jónsson er tónlistarmaður og ljósmyndari á Akureyri. Hann stundar  fuglaljósmyndun af miklum krafti og undanfarið hafa landslagsmyndirnar hans vakið verðskuldaða athygli. Þessa dagana er til dæmis úrval mynda eftir Eyþór til sýnis á Glerártorgi á Akureyri.

Lesa áfram „Þú þarft að geta hlustað á þögnina“

Fréttamyndir ársins 2020

Nú stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sýning á fréttamyndum ársins 2020 sem valdar voru af óháðri dómnefnd fyrir Blaðaljósmyndarafélag Íslands.

Myndin hér fyrir ofan var valin mynd ársins og er birt hér með leyfi frá Blaðaljósmyndarafélaginu. Myndin er hluti af myndaröð þar sem fjallað erum Covid-19 og álagið sem því fylgdi á Landspítalanum. Ljósmyndari / Þorkell Þorkelsson.

Lesa áfram „Fréttamyndir ársins 2020“