Fréttamyndir ársins 2020

Mynd ársins 2020 hjá Blaðaljósmyndarafélaginu

Nú stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sýning á fréttamyndum ársins 2020 sem valdar voru af óháðri dómnefnd fyrir Blaðaljósmyndarafélag Íslands.

Myndin hér fyrir ofan var valin mynd ársins og er birt hér með leyfi frá Blaðaljósmyndarafélaginu. Myndin er hluti af myndaröð þar sem fjallað erum Covid-19 og álagið sem því fylgdi á Landspítalanum. Ljósmyndari / Þorkell Þorkelsson.

Eins og vanalega kennir ýmissa grasa í viðfangsefnum ljósmyndaranna, en heimsfaraldurinn er býsna áberandi, sem og stórir fréttaviðburðir sem urðu á liðnu ári.

Verðlaunamyndirnar eru í sex flokkum:

  • Mynd ársins
  • Fréttamyndir ársins
  • Daglegt líf myndir ársins
  • Myndaraðir ársins
  • Portrett ársins
  • Íþróttamyndir ársins

Hægt er að skoða vef Blaðaljósmyndarafélagsins og kynna sér verðlaunamyndirnar allta aftur til ársins 2016. Sjá: http://www.myndirarsins.com/

Sýningin er opin sem hér segir: Mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-18:00, föstudaga 11-18 og um helgar kl. 13-17.

Sýningin stendur yfir til 28. febrúar og tilvalið fyrir Fókusfélaga að kynna sér rjómann af íslenskri blaða- og fréttaljósmyndun á síðasta ári. Sjá nánar á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur: https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur