Kvöldrölt

Mikilvægur liður í starfsemi Fókus eru svokölluð kvöldrölt sem eru skipulögð af ferðanefnd félagsins. Markmiðið með þeim er að félagar hittist, myndi saman og ræði óformlega það sem fólk er að reyna að ná fram í myndatökunni.

Mynd frá kvöldrölti að vori þar sem félagar hittust í Gróttu um sólarlag og æfðu sig í að nota filtera og taka á löngum tíma. (Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson)

Næsta kvöldrölt er í kvöld, 9. nóvember hafa skráðir félagar fengið póst um staðsetningu og viðfangsefni kvöldsins.

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.

Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.