Kosning hafin í maíkeppni

Kosning er hafin í maíkeppninni og að þessu sinni mun Canon á Íslandi / Origo gefa sigurvegaranum Canon PIXMA TS-6350 fjölnotaprentara. Athugið að til þess að geta kosið þarftu að vera meðlimur á spjallinu en allir geta skráð sig á spjallið án þess að skrá sig í sjálft Fókusfélagið. Við minnum á að öllum er velkomið að taka þátt í ljósmyndakeppnum Fókus.

En það er ekki allt og sumt, ljósmyndasýningin okkar Fólk í Fókus er enn opin og mun standa til 3. júlí. Opið alla virka daga milli 10-19 og 11-19 á föstudögum.

Sömuleiðis er aðalfundur Fókus nýafstaðinn en þar var meðal annars kosin ný stjórn fyrir næsta starfsár. Þeir Fókusfélagar sem hafa skráð sig á spjallið geta séð fundargerðina á læstu svæði Fókusfélaga. Til þess að sjá hverjir sitja nú í stjórn Fókus fyrir næsta starfsár geta smellt hér.

Starf Fókusfélagsins er nú alveg að detta í sumarfrí en kvöldrölt verða vikulega á dagskrá á þriðjudögum út júní. Næsta kvöldrölt verður á Hvaleyri í Hafnarfirði, eingöngu fyrir Fókusfélaga.