Fólk í Fókus

Mynd úr sýningunni eftir Ragnhildi Guðrúnu Finnbjörnsdóttur

Ljósmyndasýning Fókus 2020 „Fólk í Fókus“ mun opna í Borgarbókasafninu Spönginni fimmtudaginn 4. júní milli kl 17 og 19. Tæplega þrjátíu áhugaljósmyndarar taka þátt í sýningunni með rúmlega 60 myndum og hvetjum við alla til að kíkja við. Sýningin mun standa til 3. júlí.

Hér er hægt að skrá sig á viðburðinn á Facebook.

Myndin hér að ofan er úr sýningunni og er eftir Ragnhildi Guðrúnu Finnbjörnsdóttur.