Fyrsta Fókusferð ársins 2020

Við Fókusfélagar áttum ljómandi góða ljósmyndaferð í dag þrátt fyrir afleita veðurspá. En það fiskaðist þokkalega í þessari ferð þrátt fyrir allt sem sýnir manni bara að taka aldrei neinu sem gefnu. Það má sjá mun fleiri myndir úr ferðinni inni á nýja spjallinu okkar og viljum við hvetja alla til að skrá sig hvort sem þeir ætla sér að ganga í félagið eða ekki. Spjallið er öllum opið og allir sannarlega velkomnir.