Gleðilega hátíð

Jólafundi lauk þriðjudaginn 17. desember með glæsibrag þar sem 45 viðstaddir höfðu flestir tekið á móti bæði nýrri Árbók Fókus sem og glæsilegri Patagonia útivistarúlpu frá Fjallakofanum sem Fókusfélögum bauðst að fá á frábæru verði fyrir tilstilli styrktaraðila, og þökkum við Árbókarnefnd og Hirti Stefánssyni sem gerði úlpuna að veruleika, kærlega fyrir. Á jólafundinum var einnig ný heimasíða kynnt og nýtt spjall opnað formlega, en rífandi gangur hefur verið á spjallinu frá opnun og mælum við að þeir skrái sig sem eiga það eftir og taki þátt í umræðum um ljósmyndir og ljósmyndun. Að lokum viljum við þakka undirbúningsnefndinni sem stóð að jólafundinum og fyrir allar þær kræsingar sem voru í boði. Meðlimir geta séð ítarlegri fundargerð hér, en til þess að geta lesið fundargerðina þarf viðkomandi að vera skráður Fókusfélagi á spjallinu.

Stjórn Fókus óskar félagsmönnum gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir samveru á liðnu ári. Við vonum að allir njóti hátíðarinnar og eigi góðar samverustundir með fjölskyldu, vinum og jafnvel myndavélum.

Ekki gleyma að kíkja á spjallið.