Árbók Fókus 2019

Nú er Árbók Fókus 2019 loksins að komast í hendur meðlima félagsins á árlegum jólafundi félagsins. Þessi bók markar 20 ára afmæli félagsins og hafa aldrei eins margir meðlimir tekið þátt, eða 45 talsins. Bókin þykir einkar glæsileg að þessu sinni og breytt var út af ýmsum venjum, til dæmis fær nú hver ljósmyndari heila opnu fyrir myndirnar sínar. Við hlökkum til útgáfu 2020 bókarinnar og vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórn Fókus þakkar kærlega fyrir samstarfið á liðnu ári.

Gleðilega hátíð.