Opinn kynningarfundur 21. janúar

Fókus – félag áhugaljósmyndara heldur opinn kynningarfund þriðjudaginn 21. janúar nk. og eru allir velkomnir.

Fundurinn verður haldinn í aðstöðu félagsins, Kelduskóla Korpu, Bakkastöðum 2, Grafarvogi. Fundurinn stendur frá 20.00 til 22.00

Fyrir hlé mun Arngrímur, formaður, kynna félagið og starfsemina. Að því loknu mun Kristján U. Kristjánsson hafa kynningu/sýnikennslu á vinnslu nokkurra mynda í myndvinnsluforritinu Adobe Lightroom.
Þeir sem vilja kynna sér starfið eru velkomnir og hvattir til að mæta og eiga kvöldstund í hóp áhugasamra ljósmyndara.