Ævintýraleg haustferð í Veiðivötn

Mynd: Gissur O. Steinarsson

Texti unnin úr frásögnum nokkurra félaga.

Upphaf ferðar

Föstudaginn 20. september hófst ævintýraleg haustferð okkar í Veiðivötn. Eftir langan vinnudag hópuðust ferðalangarnir saman í Norðlingaholti, spenntir að komast úr amstri daglega lífsins og taka sér smá pásu frá hversdagsleikanum.

Lesa áfram „Ævintýraleg haustferð í Veiðivötn“

Vorferð um Dali, Klofning og Skógarströnd

30. maí – 2. júní 2024

Þann 30. maí 2024 fóru nokkrir félagsmenn Fókus í vorferð vestur í Dalasýslu. Markmið ferðarinnar var að skoða þetta fallega svæði og njóta þess að vera þar saman með myndavél í hönd.

Dagur 1 (31. maí)

Gullfoss (í Gilsfirði)

Ferðin hófst (hjá höfundi) með tilkomumikilli heimsókn að Gullfossi í Gilsfirði. Gullfoss rennur í botni Gilsfjarðar, rétt fyrir ofan nyrsta bæ Dalasýslu, sem er nú kominn í hálfgerða eyði en landeigendur nýta hann sem sumarhús í dag.

Fossinn er töluvert hár og kraftmikill og bauð upp á fjölda myndatækifæra úr allskyns sjónarhornum. Þó svo að það vanti jarðhita á svæðinu og hvergi sé að finna Strokk á nærliggjandi svæði, þá gefur Gullfoss í Gilsfirði frænda sínum fyrir sunnan ekkert eftir hvað varðar glæsileika.

Lesa áfram „Vorferð um Dali, Klofning og Skógarströnd“

Kvöldrölt um Búrfellsgjá í rigningunni

Á þriðjudagskvöld 28.05.2024 héldum við í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, í skemmtilegt ljósmyndarölt um Búrfellsgjá í Garðabæ. Þrátt fyrir rigningu og smá gjólu, létum við ekki veðrið á okkur fá og nutum þess að fanga einstaka fegurð náttúrunnar.

Lesa áfram „Kvöldrölt um Búrfellsgjá í rigningunni“