Dagsferð í Þjórsárdal

Það voru 16 hressir félagar sem skruppu í Þjórsárdal og létu hvorki kulda né snjókomu stoppa sig. Gaukshöfði, Hjálparfoss, Hrauneyjar, Gjáin og Háifoss voru meðal staða sem voru heimsóttir.

Horft yfir Þjórsá. Mynd: Kristján U. Kristjánsson.

Líkt og í öðrum dagsferðum sem Fókus stendur fyrir var stemmingin góð og nokkuð víst að það eru margar áhugaverðar myndir á minniskortum félaga eftir daginn.

Áhugasamir ljósmyndarar við Hjálparfoss. Mynd: Kristján U. Kristjánsson

Þriðjudaginn 30. janúar næstakomandi verður opið hús þar sem þátttakendur sýna nokkrar mynda sinna úr ferðinni, auk þess sem farið verður í gegnum myndvinnsluæfingar á nokkrum myndum úr ferðinni að auki.

Fólk sér alltaf ólík mótíf á þeim stöðum sem stoppað er á. Mynd: Kristján U. Kristjánsson.

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.