Vorferð Fókus 26. – 29. Maí 2022

Niðurstaðan úr skoðanakönnun meðal félagsmanna var sú að flestir kusu að farið yrði á suðausturlandið í vorferðinni.
Gist verður á sveitahótelinu Árnanesi í 3 nætur. Hótelið liggur sunnan við þjóðveginn ekki langt frá flugvellinum á Höfn í Hornafirði

Ferðin er aðeins fyrir fullgilda meðlimi í Fókus, þ.e. þeir sem hafa greitt árgjald á þessu starfsári.

https://www.tripadvisor.com/Hotel_Review-g189960-d620732-Reviews-Arnanes_Country_Hotel-Hofn_East_Region.html

Gisting kostar 19500 með morgunmat nóttin fyrir 2 í herbergi. Verðið er því 29250 á mann fyrir þrjár nætur.

Pláss er fyrir 20 manns í ferðina.

Hvað dagskrá varðar þá verður það alveg frjálst – þ.e.a.s. ekkert. Fólk fer þangað sem það vill fara í félagsskapi þeirra sem þeir kjósa.
Ekki verður gert ráð fyrir sameiginlegum máltíðum fyrir utan morgunmatinn, nema að fólk komi sér saman um það eftir hentugleika.

Margt er að skoða og mynda í mikilfenglegri náttúru og mun ferðanefndin koma með uppástungur að áhugaverðum stöðum þegar nær dregur.

Frestur fyrir skráningu í ferðina er 1. Maí. Við skráningu á að greiða 29250 kr á reiking 537-26-16822 kt 680499-3149 og senda kvittun á ehlaxdal@gmail.com, ásamt upplýsingum um netfang ykkar. Skráning telst ekki gild fyrr en kvittunin hefur verið móttekin. Skráning er bindandi, þ.e. þeir sem hætta við ferðina verða sjálfir að finna annan gildan meðlim í sinn stað.

Ef fullbókað verður í ferðina er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að meðlimir finni sjálfir gistingu og taki þannig þátt í ferðinni.