Fókusstreymi í kvöld, 9. mars

Bernhard Kristinn Photographer

Í kvöld verður steymi á Facebook síðu félagsins með Bernhard Kristni atvinnuljósmyndara en hann ætlar að sýna okkur á bak við tjöldin frá auglýsingaverkefnum sem hann hefur verið að fást við. Ragnhildur Guðrún, stjórnarmeðlimur, mun sitja við hlið Bernhards og spyrja hann um allt milli himins og jarðar tengt því sem hann er að fást við.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á steyminu og þið megið endilega pósta inn spurningum/athugasemdum í kommentakerfið. Við munum gera okkar besta til að svara þeim.