Áskorun vikunnar 4.-11. mars er „negative space“

Áskorun vikunnar er „negative space“ eða  „neikvætt rými“.

Ljósmynd er hægt að skipta upp í „positive space“ eða jákvætt rými, sem er viðfangsefni myndarinnar, og „negative space“ eða neikvætt rými – sem er umgjörðin um viðfangsefnið eða bakgrunnurinn. Samspilið milli þessara þátta í myndbyggingunni er afgerandi fyrir jafnvægið í myndinni. Að gefa einföldum bakgrunni stórt rými í myndfleti getur haft jákvæð áhrif á myndbygginguna með því að hvíla augað og beina athyglinni að viðfangsefninu.  Slík notkun á neikvæðu rými kemur best fram í  stílbrigðum eins og naumhyggju eða minimalisma.

Öllum er velkomið að taka þátt í þessari áskorun. Tilgangur hennar er að gefa ykkur hugmyndir að myndefni, gera eitthvað nýtt og leika ykkur. Við hlökkum til að sjá allar flottu myndirnar ykkur!

Setjið ykkar myndir á spjallið okkar hér: Vikuáskorun vikuna 4.-11. mars.