Kosning hafin í marskeppni

Við látum engan alheimsfaraldur stöðva okkur alveg. Ljósmyndakeppni Fókus heldur áfram og að þessu sinni eru það vinir okkar hjá Beco ljósmyndavöruverslun sem gefa tvenn verðlaun að þessu sinni. Sigurvegari keppninnar mun hljóta veglega Lowepro Pro Messenger 180AW axlartösku og annað sætið hreppir gjafakort í skynjarahreinsun hjá Beco. Úrslitin verða kunn þann 13. apríl kl 18.00 en þangað til geta skráðir notendur spjallsins gefið atkvæði sín hér:
https://www.fokusfelag.is/spjall/viewtopic.php?f=22&t=207