Fókus streymi á Teams fyrir meðlimi Fókus kl. 20 þann 9. febrúar 2021.
Allir meðlimir eru búnir að fá póst með hlekk inn á fundinn. Leitið í ruslsíum og öðru en inboxinu ykkar ef þið sjáið ekki póstinn eða hafið samband í fokusfelag@fokusfelag.is
Dagskrá fundar
- Gunnar Freyr og Daðey fara aðeins yfir það ljósmyndanám sem þau hafa stundað í sitt hvorum skólanum. Farið verður yfir hvernig kennslunni er háttað, hvað er gott og hvað mætti vera betra, próf, verkefnaskil o.s.frv.
- Gunnar Freyr fer lauslega yfir sitt vinnuflæði í Capture 1 Pro myndvinnsluforritinu og hraðvinnur eina mynd.
Tekið verður við spurningum eftir hvorn dagskrárlið fyrir sig en einnig eru fundargestir hvattir til að nota möguleikann í Teams og biðja um orðið á meðan á kynningu stendur og bera fram spurninguna þá.
Hlökkum til að sjá ykkur!