Áskorunin að þessu sinni er PANORAMA.
Nýverið setti formaður okkar hann Arngrímur inn góðar og gagnlegar leiðbeiningar á heimasíðuna um það hvernig hægt sé að taka og vinna panorama myndir.
Því er tilvalið að hvetja þá félagsmenn sem ekki hafa reynt þetta áður til þess að notfæra sér leiðbeiningarnar og prófa þetta.
Það eru svo margir frábærir landslagsljósmyndarar í hópnum þannig að það væri líka gaman að fá að sjá einhverjar myndir frá þeim sem eru reynsluboltar í pano – tökum og eftirvinnu.
Hér má finna leiðbeiningar fyrir vinnslu í LR og hér má finna leiðbeiningar fyrir vinnslu í PS.
Endilega setjið inn ykkar panorama myndir inn á spjallið okkar undir þráðinn „Vikuáskorun 15. – 22. apríl„.