Prufað að skipta um bakgrunn
Ég prófaði að eiga við þessa mynd og skipta út bakgrunni. Setti eina mynd af norðurljósum á bakvið. Vann þetta í PS elements 2018 sem ég því miður kann allt of lítið á. Það sem ég lærði á þessu að svona dútl tekur dágóðan tíma. En eftir sýnikennsluna frá Kidda sem að því er virtist vera mjög einfalt þá varð ég að prófa.
-
- Prufumynd.jpg (1.72 MiB) Skoðað 63461 sinnum
- FilippusJó
- Fókusfélagi
- Póstar: 63
- Skráði sig: Mið Des 18, 2019 7:52 am
- Staðsetning: Reykjavík
Sýnist þetta hafa tekist vel hjá þér. Hef lengi notað Photshop Elements 11 það litla sem ég nota myndvinnsluforrit. Er nýkomin með Photoshop Elements 2020, sem maður kaupir til eignar. rétt um 20,000 kr. Kannski leggur maður í reyna bakgrunnsskipti.
- Anna_Soffia
- Fókusfélagi
- Póstar: 115
- Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 4:13 pm
Ég gat gert flest allt í pse sem ég áður gerði í ps og var mjög ánægð með - nú er ég reyndar komin með áskrift í gegnum myndasíðu og þarf að læra á fótósjoppið að nýju.
Mér sýnist árangurinn fínn hjá þér
Mér sýnist árangurinn fínn hjá þér