Sigma 28/1.4 Art varð fljótt ein af mínum allra uppáhaldslinsum þegar ég keypti hana nýja í Fótoval í desember 2019. Hún minnti mig á gæðin sem ég hafði áður fengið út úr digital medium format myndavélum sem ég hef átt (Phase One 645DF með P30+ og Pentax 645Z) og ég fullyrti að þessi linsa yrði sko aldrei seld. En svo datt ég í Canon R kerfið og asnaðist til að kaupa mér RF 28-70/2 og þá er eiginlega ekki hægt að réttlæta að eiga Sigma 28/1.4 lengur því miður, og því býð ég hana til sölu.
Hún kostar í dag 187.900 kr hjá fotoval.is, en hún kostar um 220.000 kr hingað komin frá USA ef þú skyldir panta hana erlendis.
Mitt verð: 120.000 - Ég er opinn fyrir skiptum og uppítökum.
Ég er einnig með Canon RF 24-105/4.5-7.1 IS STM til sölu á 50.000 kr. en ég geri annan söluþráð fyrir hana.
Nokkrar myndir sem ég hef tekið með Sigma 28/1.4, ég hef nánast eingöngu myndað með henni galopinni á ljósopi f/1.4 því þar gerast töfrarnir. Ég mæli með að myndirnar verði skoðaðar stórar.





