Veljið ÞRJÁR myndir sem ykkur þykir bestar. Vinsamlegast EKKI kjósa þína eigin mynd. Kosningu lýkur kl 18.00 föstudaginn 10. júlí og munu þá niðurstöður birtast strax á þessum þræði. Því miður eru engin verðlaun í þessari síðustu keppni vorannarinnar önnur en heiðurinn sjálfur. Munið að öflug atkvæðagreiðsla er lykillinn að áframhaldi á verðlaunakeppnum hjá okkur.
Hægt er að skoða myndirnar í númeraröð hér fyrir neðan en einnig er hægt að skoða myndirnar á þægilegri yfirlitsmynd á eftirfarandi slóð, sem og í stærri útgáfum líka:
https://fokusfelag.is/keppni/2020.06/
Að þessu sinni er þema í keppninni, og þemað er „Rigning“. Ef ykkur finnst einhver mynd ekki falla nógu vel að þemanu þá er langbest að sýna það í atkvæðagreiðslunni.
#01 Stelkur á Staur
#02 Júnídemba
#03 Blíðan í dag
#04 Regn
#05 Í blíðu og stríðu
#06 Sólblóm í rigningu
#07 Hellirigning á Helluvatni
#08 Sofið í rigningunni
#09 Regndropar
#10 Hoppípolla
[KOSNING#006] Júní 2020 „Rigning“
- kiddi
- Kerfisstjóri
- Póstar: 274
- Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
Innilega til hamingju Kolbrún Nadira Árnadóttir með sigurinn í júníkeppni Fókus 2020 með myndinni sinni "Hoppípolla"
Í öðru sæti er Sara Elíasdóttir með "Blíðan í dag", þriðja er ég sjálfur með "Í blíðu og stríðu", svo er Haukur Hilmarsson með "Stelkur á staur" í fjórða sætinu og Þórir Þórisson með "Sofið í rigningunni" í því fimmta. Það vill svo til að ég er alltaf í sveit og fjarri tölvu þegar keppnir klárast svo ég næ ekki að myndskreyta heimasíðu félagsins, spjallsins og Facebook síðunnar alveg strax með myndinni hennar Kolbrúnar en stefni í að græja það á sunnudagskvöld. Njótið helgarinnar
