Stökk út í sundlaug með allan búnaðinn
-
- Póstar: 155
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm
Í dag lenti ég í mjóg óskemmtilegri lífsreynslu. Ég tók að mér verkefni sem m.a. var að taka myndir í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Ég var því klyfjaður af búnaði þegar dóttir mín lendir skyndilega í aðstæðum sem hún ræður ekki við og það var ekkert annað í stöðunni en að stökkva á eftir henni og draga hana upp. Ég var sem sagt með bakpokann minn á mér og allt í honum fékk duglegt bað. Nú er bara að bíða og sjá hvort ég hafi náð að draga allan rakann úr. Lítur bara nokkuð vel út held ég. Vonandi á ég myndavél í fyrramálið
-
- Póstar: 155
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm
Er með sérstakar tryggingar en veit ekki hvort þær taki til svona. Ég sé engan raka inn í linsum og það kviknar á öllum búnaði. Spurning hvort fókus mótorar eða eitthvað í linsunum hafi eitthvað breyst? Svo er spurning hvað klór gerir við nanohúðina á linsuglerinu
Úff, vona allt fari vel.
-
- Fókusfélagi
- Póstar: 20
- Skráði sig: Fös Jan 31, 2020 5:07 pm
Þá ætti þetta allt að vera tryggt, ef þú ert búinn að skrá allan þann búnað sem þú telur verðmætan á lista hjá þínu tryggingarfélagi.Gunnar_Freyr skrifaði: ↑Fös Jún 12, 2020 8:16 amEr með sérstakar tryggingar en veit ekki hvort þær taki til svona. Ég sé engan raka inn í linsum og það kviknar á öllum búnaði. Spurning hvort fókus mótorar eða eitthvað í linsunum hafi eitthvað breyst? Svo er spurning hvað klór gerir við nanohúðina á linsuglerinu
- Daðey
- Stjórnarmaður
- Póstar: 146
- Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
Já, er það ekki flóknara en svo að gefa upp hlutina? Var einmitt að pæla í þessu. Væntanlega eru þær þa metnar út frá serialnumber ef til þess kemur eða hvað?ArnarBergur skrifaði: ↑Fös Jún 12, 2020 9:07 pmÞá ætti þetta allt að vera tryggt, ef þú ert búinn að skrá allan þann búnað sem þú telur verðmætan á lista hjá þínu tryggingarfélagi.Gunnar_Freyr skrifaði: ↑Fös Jún 12, 2020 8:16 amEr með sérstakar tryggingar en veit ekki hvort þær taki til svona. Ég sé engan raka inn í linsum og það kviknar á öllum búnaði. Spurning hvort fókus mótorar eða eitthvað í linsunum hafi eitthvað breyst? Svo er spurning hvað klór gerir við nanohúðina á linsuglerinu
-
- Póstar: 155
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm
þetta fór allt vel held ég. hef ekki tekið eftir neinu ennþá allavega
