Ohh þetta er svo mikið lúxusvandamál. Ég á love/hate samband við töskur og hef alltaf átt. Eins og með myndavélar þá hef ég átt næstum allar tegundir af töskum í gegnum árin og alltaf komið mér í sömu vandræðin, sem eru að eiga of mikið af græjum. Mín „lausn“ er að vera með millistærð af tösku og færa í töskuna það sem ég þarf að hverju sinni því ef ég ætti tösku sem rúmaði allt þá yrði taskan of þung til að bera. Þær töskur sem hafa hentað mér best í gegnum árin eru Thinktank Airport og Streetwalker línurnar, það eru einfaldar töskur sem eru hugsaðar eingöngu fyrir myndavélagræjur og ekki hugsaðar fyrir almennt útivistardót, en margar töskur eru með allsskonar festingar og aukahólf fyrir dót sem tengist ekki ljósmyndun. Svoleiðis töskur eru brill fyrir þá sem það þurfa en fyrir mig er það óþarfa þyngd og sóun á efni, svo Thinktank Airport töskurnar hafa sameinað það að vera fisléttar, þunnar og einfaldar en með akkurat rétta plássið fyrir linsur og myndavélar. Ég á bara einn bakpoka í dag sem er Thinktank StreetWalker Pro, hún tekur stóra 300/2.8 linsu með margfaldara, boddí, aukalinsu og filterkittið. Ég átti einusinni Thinktank Airport Commuter sem ég asnaðist til að selja og dauðsé eftir en mig langar að kaupa hana aftur eða jafnvel stærri týpuna af henni sem heitir Airport Accelerator. Ég er nýkominn úr langri sumarbústaðarferð og ég fékk lánaða risatösku frá vinnufélaga mínum, Lowepro Pro Roller X300 sem er á hjólum. Taskan eintóm er blýþung og verður óbærilega þung þegar hún er með öllu draslinu mínu svo hún er pottþétt ekki málið. Mig langar svolítið í
F-Stop Tilupa en hún kostar hátt í 100þ. hingað komin og er full af fítusum sem ég þarf ekki,, enda hálfgerð útivistartaska líka. Svo ég held áfram að engjast um í vali mínu með næstu tösku og hlakka til að sjá hvað aðrir hafa um þetta að segja
