Næsta ljósmyndasýning

Allt á milli himins og jarðar
Svara
ArnarBergur
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 20
Skráði sig: Fös Jan 31, 2020 5:07 pm

Fös Jan 06, 2023 12:54 am

Hæhæ og Gleðilegt ár

Nú eru 3 dagar í skil á þessum myndum.

Hvernig gengur að fá inn myndir?

Sjálfur á ég eftir að senda inn

En var ekki einhver annar litaprófíll sem við áttum að nota þegar við exportum myndina úr lightroom?

kveðja
Arnar
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Sun Jan 08, 2023 2:47 pm

Það var litaprófíll í boði síðast en ég er ekki viss um að Benni sé endilega að nota sama pappír núna og þ.a.l. er sá gamli prófíll ekki endilega gildur í dag:) Benni hefur ekkert minnst á prófíla núna í þetta sinn. En notkun prófílsins var ekki skilyrði heldur valkostur til þess að gefa ykkur kost á að sjá myndirnar sem réttastar á skjánum, miðað við þann prentara og pappír sem fyrirætlaður var, en þetta eru smáatriði fyrir þá allra kröfuhörðustu.

Það eru nokkrir búnir að senda inn myndir en reynslan hefur sýnt að vanalega kemur holskefla af myndum inn á síðasta degi, ég sjálfur á t.d. eftir að skila inn en ég er búinn að vera að hugsa um þetta síðustu daga og skjóta líka nýjar myndir með sýninguna í huga, ætli ég setjist ekki niður seint í kvöld með einn kaldann og tek ákvörðun með mínar myndir þá :)
ArnarBergur
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 20
Skráði sig: Fös Jan 31, 2020 5:07 pm

Sun Jan 08, 2023 11:29 pm

kiddi skrifaði:
Sun Jan 08, 2023 2:47 pm
Það var litaprófíll í boði síðast en ég er ekki viss um að Benni sé endilega að nota sama pappír núna og þ.a.l. er sá gamli prófíll ekki endilega gildur í dag:) Benni hefur ekkert minnst á prófíla núna í þetta sinn. En notkun prófílsins var ekki skilyrði heldur valkostur til þess að gefa ykkur kost á að sjá myndirnar sem réttastar á skjánum, miðað við þann prentara og pappír sem fyrirætlaður var, en þetta eru smáatriði fyrir þá allra kröfuhörðustu.

Það eru nokkrir búnir að senda inn myndir en reynslan hefur sýnt að vanalega kemur holskefla af myndum inn á síðasta degi, ég sjálfur á t.d. eftir að skila inn en ég er búinn að vera að hugsa um þetta síðustu daga og skjóta líka nýjar myndir með sýninguna í huga, ætli ég setjist ekki niður seint í kvöld með einn kaldann og tek ákvörðun með mínar myndir þá :)
Já, ég er búinn að velja tvær myndir og vinna þær
Var soldið erfitt að finna myndir því að ég hef einfaldlega verið lítið úti að mynda undanfarin ár

en ætti maður að senda inn með þessum litaprófíl?

Skiptir kannski engu máli?
Svara