Sigma 28mm f/1.4 Art fyrir Canon til sölu

Smáauglýsingar fyrir allt ljósmyndatengt
Svara
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mið Jún 16, 2021 10:23 pm

linsur.jpg
Sigma 28mm f/1.4 Art er ein af nýlegri Art linsunum frá Sigma, en Art linsurnar þykja með eindæmum góðar og voru þær hannaðar til höfuðs Zeiss og Leica. 28mm linsan var sett á markað í janúar 2019 og er talin ein af allra bestu Art linsunum, og hefur hún verið sett á stall við hliðina á Zeiss Otus 28/1.4, sem er sögð vera sú allra besta sem fæst í heiminum, og kostar sú $5000 og er manual focus.

Sigma 28/1.4 Art varð fljótt ein af mínum allra uppáhaldslinsum þegar ég keypti hana nýja í Fótoval í desember 2019. Hún minnti mig á gæðin sem ég hafði áður fengið út úr digital medium format myndavélum sem ég hef átt (Phase One 645DF með P30+ og Pentax 645Z) og ég fullyrti að þessi linsa yrði sko aldrei seld. En svo datt ég í Canon R kerfið og asnaðist til að kaupa mér RF 28-70/2 og þá er eiginlega ekki hægt að réttlæta að eiga Sigma 28/1.4 lengur því miður, og því býð ég hana til sölu.

Hún kostar í dag 187.900 kr hjá fotoval.is, en hún kostar um 220.000 kr hingað komin frá USA ef þú skyldir panta hana erlendis.

Mitt verð: 120.000 - Ég er opinn fyrir skiptum og uppítökum.

Ég er einnig með Canon RF 24-105/4.5-7.1 IS STM til sölu á 50.000 kr. en ég geri annan söluþráð fyrir hana.

Nokkrar myndir sem ég hef tekið með Sigma 28/1.4, ég hef nánast eingöngu myndað með henni galopinni á ljósopi f/1.4 því þar gerast töfrarnir. Ég mæli með að myndirnar verði skoðaðar stórar.MyndLike Wine by Kristján U. Kristjánsson, on Flickr

MyndFall by Kristján U. Kristjánsson, on Flickr

MyndÞingmannafoss by Kristján U. Kristjánsson, on Flickr

MyndScandinavian summer dream by Kristján U. Kristjánsson, on Flickr

MyndThe Lighthouse by Kristján U. Kristjánsson, on Flickr

MyndThe Pathfinder by Kristján U. Kristjánsson, on Flickr
Elin Laxdal
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 234
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm

Fim Jún 17, 2021 8:56 am

Flottar myndir.
Hvernig reynist RF 28-70/2 linsan ?
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Jún 17, 2021 11:15 pm

Takk :) Hún er auðvitað guðdómleg, en ofboðslega stór, þung og dýr.
Svara