Eins og staðan er í dag þá er fokusfelag.is hýst erlendis, nánar tiltekið í Bandaríkjunum og okkur hefur þótt vefurinn frekar hægur svo við ætlum að færa hann til Íslands núna í vikunni. Líklegt er að vefurinn muni liggja niðri í nokkra klukkutíma. Ekki láta ykkur bregða þegar þetta gerist, ég mun loka spjallinu þegar ég hef flutningana svo það sé enginn að setja inn ný innlegg akkurat á meðan flutningum stendur.
Uppfærsla: Nú er vefurinn kominn heim til Íslands en það gætu verið nokkrir hnökrar næsta sólarhringinn á meðan aðlögunin á sér stað, ég er t.d. enn að bíða eftir að SSL öryggisleyfi uppfærist svo það gæti verið vesen hjá þeim sem reyna að tengjast með https:// (takið eftir S-inu) og sömuleiðis gætu kökurnar gert það að verkum að þið þurfið að skrá ykkur inn við hverja heimsókn, en þetta mun allt lagast og vonandi fyrir helgi. Vefurinn er margfalt hraðvirkari núna og mun ánægjulegri í notkun