Sæl verið þið
Sem mikill áhugamaður um portrett langar mig að starta smá umræðu þar sem við sýnum uppáhaldsportrettin okkar. Þau mega vera eftir ykkur sjálf, en það væri líka áhugavert að sjá portrett eftir aðra sem hafa hrifið ykkur.
Ég ætla að byrja á mínu uppáhaldsprotretti sem er af mömmu.
Það sem mér finnst sérstaklega áhugavert við þetta er að þarna náði ég loksins mynd af mömmu afslappaðri, að gera það sem henni finnst skemmtilegast að gera, og með svipbrigði sem ég kannast við.
Eru ekki fleiri sem hafa áhuga á að starta umræðu um portrett og hvernig þau hreyfa við okkur?
Mitt uppáhalds portrett
-
- Stjórnarmaður
- Póstar: 69
- Skráði sig: Þri Jan 28, 2020 10:19 pm
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- kiddi
- Kerfisstjóri
- Póstar: 274
- Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
Þessi mynd er alveg frábær hjá þér Tryggvi, mig rámar eitthvað í þegar ég sá hana fyrst, hvort hún hafi verið í keppni eða hvað hjá okkur eða á rýnikvöldi í Fókus? Mér finnst vera smá Rembrandt keimur af henni, ofboðslega falleg og mjúk lýsing en dramatísk á sama tíma.
Ég er búinn að fikta við ljósmyndun í rúmlega tvo áratugi en aldrei haft neinn sérstakan áhuga á portrait fyrr en núna nýlega, hef vanalega verið "tæknilegur" ljósmyndari sem hefur verið að mynda nánast í þeim eina tilgangi að læra á linsur og myndavélar :O Með landslag yfirleitt fremst í huga, en mig er farið að kitla í að gera meira portrait, með hækkandi aldri og vaxandi þroska. Ég á þó eina "snapshot" portrait sem ég tók af konunni minni fyrir rúmum 10 árum síðan, þetta var ekki plönuð myndataka heldur var ég nýbúinn að eignast draumalinsuna, Carl Zeiss 100mm f/2 Makro-Planar, og bað hana Soffíu mína að stilla sér upp undir halogen loftljósunum sem við vorum með í kjallaraíbúðinni okkar þá, og það tókst svona skrambi vel að ég lít ennþá á myndina sem mitt besta verk í þessari ljósmyndadeild, þó hún hafi verið spontant.
The Aphrodite by Kristján U. Kristjánsson, on Flickr
Ég er búinn að fikta við ljósmyndun í rúmlega tvo áratugi en aldrei haft neinn sérstakan áhuga á portrait fyrr en núna nýlega, hef vanalega verið "tæknilegur" ljósmyndari sem hefur verið að mynda nánast í þeim eina tilgangi að læra á linsur og myndavélar :O Með landslag yfirleitt fremst í huga, en mig er farið að kitla í að gera meira portrait, með hækkandi aldri og vaxandi þroska. Ég á þó eina "snapshot" portrait sem ég tók af konunni minni fyrir rúmum 10 árum síðan, þetta var ekki plönuð myndataka heldur var ég nýbúinn að eignast draumalinsuna, Carl Zeiss 100mm f/2 Makro-Planar, og bað hana Soffíu mína að stilla sér upp undir halogen loftljósunum sem við vorum með í kjallaraíbúðinni okkar þá, og það tókst svona skrambi vel að ég lít ennþá á myndina sem mitt besta verk í þessari ljósmyndadeild, þó hún hafi verið spontant.
The Aphrodite by Kristján U. Kristjánsson, on Flickr
-
- Stjórnarmaður
- Póstar: 69
- Skráði sig: Þri Jan 28, 2020 10:19 pm
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
Þessi er æðisleg, Kiddi. Alger svona fashion fílingur með smá svona butterfly lýsingu. Og þvílík skerpa! Vel gert.