Kæru félagar
Nú hefur Fókus eignast langþráða heimasíðu sem er bæði notendavæn og falleg.
Kiddi á allan veg og vanda að henni og á hann miklar þakkir skilið fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt í verkefnið.
Í byrjun voru sumir félagar duglegir við það að setja inn myndir og/eða fitja upp á umræðuefnum. Upp á síðkastið hefur dofnað yfir virkni á síðunni. Covid áhrifin eiga vafalaust þar einhvern hlut að máli.
Til þess að lífga upp á samskiptin á síðunni þá hefur komið upp hugmynd um að fara af stað með vikulega áskorun á spjallinu.
Tilgangurinn er að hvetja félagsmenn til þess að leika sér með dótið sitt og deila gleðinni öðrum félagsmönnum. Þetta er ekki keppni (alls ekki) og metnaður felst í þátttöku, ekki að árangur verði á neinu "National Geographic" plani, þó svo að væntanlega munu einhverjar myndir komast í þann gæðaflokk, því það eru margir frábærir ljósmyndarar í klúbbnum. Við vonumst til þess að sem flestir taki þátt í þessum áskorunum.
Ingibjörg, Daðey og Elín