Módel og áhugasamir um portrait óskast

Manneskjur í aðalhlutverki. Mannlíf, götuljósmyndun, stúdíómyndir, brúðkaupsmyndir, barnamyndir og íþróttir.
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fim Jan 02, 2020 10:39 am



Ég mun einhvern tíma á næstunni fara í portrait myndatökur fyrir námið mitt og datt í hug að kanna hvort einhverjir hér hafa áhuga á að vera með sem módel og auðvitað taka myndir líka. Ég sé fyrir mér að þetta hefjist svona um 15 - 20.jan. Ég er með stúdíóaðstöðu, ljós, octabox, softbox, reflectora, standa, bómu og ýmislegt fleira. Er að vísu bara með hvítan bakgrunn, væri gaman að vera með dökkan líka ef einhver á stórt svart lak eða eitthvað slíkt :)

Mögulega fer ég í umhverfisportrait myndatöku líka.

Athugið að þetta verður svona trial by error dæmi þar sem hlutir munu taka langan tíma og margar útgáfur af öllu mögulega verða prufaðar þannig að þetta er ekki eitthvað sem tekur 20 mín :) Ég ætla að læra af mistökunum og ná hlutunum rétt og bæta kunnáttuna til að geta verið öruggur í stúdíói og geta sett upp myndatöku án þess að þurfa að prufa mig áfram lengi í hvert skipti. Ég er með fræðin 100% en þarf meiri verklega kunnáttu.

Hvernig hljómar þetta?
Skjámynd
ThordurKr
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 12
Skráði sig: Mið Des 18, 2019 7:03 am

Fös Jan 03, 2020 3:49 pm

Ég er alveg til í að aðstoða og læra nýja hluti. Ég á allavega svart lak :)
kv.Þórður.
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fös Jan 03, 2020 4:41 pm

ThordurKr skrifaði:
Fös Jan 03, 2020 3:49 pm
Ég er alveg til í að aðstoða og læra nýja hluti. Ég á allavega svart lak :)
kv.Þórður.
Frábært :)

Læt heyra í mér þegar nær dregur.
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fös Jan 03, 2020 4:42 pm

Einn kominn.... eru fleiri sem hafa áhuga?
Árni
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 4
Skráði sig: Fös Jan 03, 2020 5:00 pm

Fös Jan 03, 2020 6:09 pm

Ég hef áhuga á að fylgjast með, og á dökk gráann bakgrunn.
Skjámynd
Óli Jóns
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 1
Skráði sig: Fös Des 20, 2019 11:09 pm

Fös Jan 03, 2020 6:19 pm

Ég hef áhuga á að vera með Gunnar

Kv OJ
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fös Jan 03, 2020 6:35 pm

3 komnir :)

Gott væri að fá konu líka :)
Skjámynd
Þóra H B
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 6
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:47 pm

Fös Jan 03, 2020 6:52 pm

Ég væri til í að læra meira í þessum fræðum á svart efni
en ef þetta er 18 og 19 jan þá er ég upptekin
Kv Þóra
Síðast breytt af Þóra H B á Fös Jan 03, 2020 11:34 pm, breytt samtals 1 sinni.
Skjámynd
Hjörtur
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 29
Skráði sig: Fim Nóv 28, 2019 9:50 pm

Fös Jan 03, 2020 6:53 pm

Flott framtak. Væri gaman að fylgjast með :D
Hjörtur Stefánsson
hjortur@internet.is
66 00 747
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fös Jan 03, 2020 7:07 pm

Þóra H B skrifaði:
Fös Jan 03, 2020 6:52 pm
Ég væri til í að læra meira í þessum fræðum á svart efni
en ef þetta er 17 og 18 jan þá er ég upptekin
Kv Þóra
Takk fyrir þetta Þóra :)

Ég er ekki alveg viss um dagsetninguna þar sem ég verð að vinna þetta í samráði við húsráðanda. Ég læt vita þegar nær dregur.
Svara