Áskorunin að þessu sinni er PANORAMA.
Nýverið setti formaður okkar hann Arngrímur inn góðar og gagnlegar leiðbeiningar á heimasíðuna um það hvernig hægt sé að taka og vinna panorama myndir.
Því er tilvalið að hvetja þá félagsmenn sem ekki hafa reynt þetta áður til þess að notfæra sér leiðbeiningarnar og prófa þetta.
Það eru svo margir frábærir landslagsljósmyndarar í hópnum þannig að það væri líka gaman að fá að sjá einhverjar myndir frá þeim sem eru reynsluboltar í pano - tökum og eftirvinnu.
Hér er tengill á leiðbeiningar Arngríms:
https://www.fokusfelag.is/2021/03/24/pa ... /#more-627
Tengill á leiðbeiningar fyrir vinnslu í Lightroom:
https://helpx.adobe.com/lightroom-class ... orama.html
Tengill á leiðbeiningar fyrir vinnslu í PS:
https://photofocus.com/software/how-to- ... e%20folder).
Góða skemmtun !
Vikuáskorun 15. - 22. apríl
- Þorkell
- Stjórnarmaður
- Póstar: 98
- Skráði sig: Fös Nóv 29, 2019 7:53 am
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
Panoramic view from Dyrhólaey by Þorkell Sigvaldason, on Flickr
Firenze panorama by Þorkell Sigvaldason, on Flickr
Vernazza by Þorkell Sigvaldason, on Flickr
Firenze panorama by Þorkell Sigvaldason, on Flickr
Vernazza by Þorkell Sigvaldason, on Flickr
-
- Fókusfélagi
- Póstar: 234
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm
Flottar myndir Þorkell, sérstaklega sú efsta.
-
- Fókusfélagi
- Póstar: 234
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm
Stórglæsilegar myndir Arngrímur. Tekið handhelt eða með þrífót ?
-
- Fókusfélagi
- Póstar: 234
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm
Samsett úr 19 myndum teknum handhaldið "portrait" , Canon 70-200 f/2.8 - 200 mm. Er löngu búin að gefast upp á þrífætinum.
Skemmtilegt efni og frábærarar myndir komnar. Ég notfæri mér talsvert panorama því mér er illa við bjögun gleiðhorna linsa. Annar kostur er að það nást meiri smáatriði og gæði í samsettri stórri mynd en einni "útþynntri". Ég nota nær aldrei þrífót fyrir þetta heldur skýt bara yfir sviðið og gæti að hafa manual stillingu og fókus á svipaða fjarlægð í gegnum alla rununa. Hér eru nokkrar sem ég hef gert.
Sú fyrsta er úr skíðabænum Selva í Ítölsku ölpunum (Sud-Tyrol). Tekin úr hótelglugga.
Önnur og þriðja eru teknar á Austfjörðum. Skýjafarið var svo fallegt að ég varð agndofa og varð að stoppa og taka myndir.
Fjórða er röð 5 mynda í portrait stöðu. Kolugljúfur í V-Hún. E.t.v. aðeins of dökk.
Fimmta og síðasta er svo röð 4 mynda af gosgígnum og hraunflæðinu sem er á leið niður í Meradal. Tekið 12. apríl.
(Ath, röðin hefur snúist reyndar við á myndunum í birtingunni).
Ég nota mest 24-70 USM II Canon linsu á DSR5 vélina og vel þá oftast eitthvað á bilinu 24 - 50 mm til að skjóta alla rammana og ljósop 5,6 - 8. Stundum tek ég röðina á bjarta 135 mm prime linsu og þá lóðrétt (portrait).
Sú fyrsta er úr skíðabænum Selva í Ítölsku ölpunum (Sud-Tyrol). Tekin úr hótelglugga.
Önnur og þriðja eru teknar á Austfjörðum. Skýjafarið var svo fallegt að ég varð agndofa og varð að stoppa og taka myndir.
Fjórða er röð 5 mynda í portrait stöðu. Kolugljúfur í V-Hún. E.t.v. aðeins of dökk.
Fimmta og síðasta er svo röð 4 mynda af gosgígnum og hraunflæðinu sem er á leið niður í Meradal. Tekið 12. apríl.
(Ath, röðin hefur snúist reyndar við á myndunum í birtingunni).
Ég nota mest 24-70 USM II Canon linsu á DSR5 vélina og vel þá oftast eitthvað á bilinu 24 - 50 mm til að skjóta alla rammana og ljósop 5,6 - 8. Stundum tek ég röðina á bjarta 135 mm prime linsu og þá lóðrétt (portrait).
-
- Fókusfélagi
- Póstar: 234
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm
Meiri háttar fallegar myndir Svanur. 135 mm linsan er snilld, nota hana allt of sjaldan. Eru þetta ekki glitský á 3 mynd talið að ofan ?