Macro byrjandi

Abstract, súrrealískt, samsettar myndir og allt sem fellur ekki undir hefðbundnar skilgreiningar
Svara
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Sun Apr 12, 2020 8:11 am

Ég þurfti að leysa ákveðið verkefni fyrir námið mitt og kallaði það á að nota macro linsu og hafði ég aldrei notað slíkt áður svo ég var mjög spenntur. Ég á ekki slíkan búnað en auðvitað stóð ekki á Fókusliðum og buðust Arngrímur og Kiddi til að lána mér alvöru macro linsu. Þeir fá báðir miklar þakkir fyrir :) Ég keypti mér breytistykki svo ég geti notað Canon linsur á Sony vélina mína og var það líka skemmtileg tilraun.

Hér eru nokkrar myndir frá gærdeginum. Ég veit að þær eru ekki eins góðar og hjá þeim sem hafa reynslu af þessu en mér fannst þetta bara gaman og ég ákvað að deila þessu með ykkur.
DSC7041 .jpg
DSC7044 .jpg
DSC7042 .jpg
DSC7084 .jpg
DSC7073 .jpg
DSC7122 .jpg
DSC7157 .jpg
Skjámynd
Anna_Soffia
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 115
Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 4:13 pm

Sun Apr 12, 2020 11:07 am

Skemmtilegt - ég er sérstaklega hrifin af sniglinum
Skjámynd
Daðey
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 146
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Mán Maí 18, 2020 12:43 pm

Snigillinn er geggjaður!!

Má ég forvitnast hvaða "alvöru" linsu þú fékkst lánaða? :)
Ragnhildur
Póstar: 89
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
Hafðu samband:

Mið Maí 20, 2020 10:00 pm

Töff myndir. Fíla líka snigilinn og líka legó kallinn.

Vel gert.
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fim Maí 21, 2020 6:15 am

DAS skrifaði:
Mán Maí 18, 2020 12:43 pm
Snigillinn er geggjaður!!

Má ég forvitnast hvaða "alvöru" linsu þú fékkst lánaða? :)
Ég fékk lánaða Canon 100 mm 2,8 L 1:1 macro sem að vísu gengur ekki á Sony vélina mína en ég keypti mér MC-11 adapter svo ég get núna notað Canon linsur.
Svara