Opinn kynningarfundur & Lightroom 21. janúar 2020 - ALLIR VELKOMNIR

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Jan 16, 2020 10:51 pm

Fókus - félag áhugaljósmyndara heldur opinn kynningarfund þriðjudaginn 21. janúar nk.
Fundurinn verður haldinn í aðstöðu félagsins, Kelduskóla Korpu, Bakkastöðum 2, Grafarvogi. Fundurinn stendur frá 20.00 til 22.00

Fyrir hlé mun Arngrímur, formaður, kynna félagið og starfsemina. Að því loknu mun Kristján U. Kristjánsson hafa kynningu/sýnikennslu á vinnslu nokkurra mynda í myndvinnsluforritinu Adobe Lightroom.
Þeir sem vilja kynna sér starfið eru velkomnir og hvattir til að mæta og eiga kvöldstund í hóp áhugasamra ljósmyndara.
Svo hljóðar tilkynning frá formanninum Arngrími :) Mig langar að bæta við, þar sem ég ætla að vera með smá Lightroom yfirferð/sýnikennslu, að mér þætti mjög gaman að fá einhverjar óunnar ljósmyndir frá ykkur, til þess að spreyta mig á fyrir framan alla :) Kannski eigið þið einhverja mynd sem þið tímið ekki að henda en vitið samt ekki alveg hvernig er hægt að ná því besta úr henni, þá er um að gera að koma með hana og sjá hvort annað sett af augum sjái möguleika sem ykkur yfirsást.

Til þess að þetta gangi upp þá verð ég að fá RAW skrá, þeas. .CR2, .CR3 (Canon), .NEF (Nikon), .ARW (Sony). .RAF (Fuji) og þar fram eftir götunum. Auðvitað lofa ég að myndin muni ekki fara neitt lengra en upp á myndvarpa þetta eina kvöld. Best ef þið getið sent ykkar myndir á myndir(hjá)fokusfelag.is, ég held að hámarksstærð viðhengja sem ég get tekið við sé 50 Megabæti, en sumar póstþjónustur takmarka sendingar við 25 Megabæti og ef þið getið ekki sent mér RAW skrá með tölvupósti þá er hægt að nota einfalda og ókeypis þjónustu sem heitir http://www.wetransfer.com til að senda skjölin til mín, bara slá inn netfangið þitt, mitt og festa skrána í viðhengi og bada-bing-bada-boom. Ef ég verð svo heppinn að fá ofboðslega margar myndir sendar, þá vona að ég að mér verði fyrirgefið ef ég vel úr þær myndir sem ég tel hafa mest tækifæri til að sýna stæla í Lightroom :) Skilafrestur til kl 22.00 á mánudagskvöld næsta.
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Sun Jan 19, 2020 7:29 pm

Það væri rosa gaman að fá einhverjar innsendingar frá ykkur fyrir þriðjudagskvöldið, mynd eða tvær sem þið hefðuð áhuga á að láta einhvern annan vinna fyrir ykkur - ég lofa nafnleynd ef þess er óskað ;-) Tek við myndum á myndir(hjá)fokusfelag.is
Skjámynd
adakjon
Póstar: 9
Skráði sig: Mán Des 02, 2019 1:34 pm
Staðsetning: Hafnarfjörður

Mán Jan 20, 2020 7:18 pm

Ertu kominn með myndir?
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mán Jan 20, 2020 7:46 pm

Nei ekki neina einustu, ég ætla að óska eftir á opnu FB síðunni en enginn heimsendir þó ekkert komi, þá kem ég bara með mínar eigin :)
Ragnhildur
Póstar: 89
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
Hafðu samband:

Fim Jan 23, 2020 3:29 pm

Hvurslags! Sá þetta ekki fyrr en núna. Hefði líklega sent einhverja mynd á þig :)

Ég þarf greinilega að vera duglegri að kíkja hérna inn.
Svara