Mér finnst allt einhvernveginn fara framhjá mér á þessari síðu...

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Skjámynd
Daðey
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 146
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Þri Feb 04, 2020 11:00 am

Mér finnst allt einhvernveginn fara framhjá mér á þessari síðu. Það var svo gott við FB að maður fær tilkynningar og skrollar svo fljótt í gegnum það sem þar kemur inn - hér einhvernveginn þarf maður að skoða hvern þráð og fletta á milli fram og til baka - fyrir utan að maður verður ekkert endilega var við að það sé komin ný umræða fyrr en allt of seint. T.d. varðandi "að fara í ferðir", það er tilviljun ein sem ræður því hvort einhver sér póstinn áður en fólk er farið af stað.

Ég veit að ég get valið að fylgjast með ákveðnum þráðum og fæ þá tilkynningar - sem væntanlega koma bara hér inn á síðuna samt - en er hægt að stilla þetta þannig að maður fái þá tilkynningu í tölvupósti eða annað. Og eins bara tilkynningu um nýja pósta (sem yrðu þá væntanlega óþolandi margir tölvupóstar, en ef Efnisþráðurinn er lýsandi, þá velur maður bara hvað maður vill skoða og annað ekki).

Kv. Daðey
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Þri Feb 04, 2020 2:10 pm

DAS skrifaði:
Þri Feb 04, 2020 11:00 am
Mér finnst allt einhvernveginn fara framhjá mér á þessari síðu. Það var svo gott við FB að maður fær tilkynningar og skrollar svo fljótt í gegnum það sem þar kemur inn - hér einhvernveginn þarf maður að skoða hvern þráð og fletta á milli fram og til baka - fyrir utan að maður verður ekkert endilega var við að það sé komin ný umræða fyrr en allt of seint. T.d. varðandi "að fara í ferðir", það er tilviljun ein sem ræður því hvort einhver sér póstinn áður en fólk er farið af stað.

Ég veit að ég get valið að fylgjast með ákveðnum þráðum og fæ þá tilkynningar - sem væntanlega koma bara hér inn á síðuna samt - en er hægt að stilla þetta þannig að maður fái þá tilkynningu í tölvupósti eða annað. Og eins bara tilkynningu um nýja pósta (sem yrðu þá væntanlega óþolandi margir tölvupóstar, en ef Efnisþráðurinn er lýsandi, þá velur maður bara hvað maður vill skoða og annað ekki).

Kv. Daðey
Ég hef verið með þetta uppsett í RSS reader appi í símanum og fæ tilkynningar en veit ekki af hverju það gerist ekki alltaf. stundum kemur nokkrum sinnum á dag og virðist vera í rauntíma en svo stundum kemur ekkert í einhvern tíma og ég sé þræði hérna inni sem ég fékk ekki tilkynningu um. Ég er sammála þér, ég hef mjög mikið að gera alla daga og hef ekki tíma til að skrolla hér í gegnj.
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Þri Feb 04, 2020 2:47 pm

Þú ert þá einfaldlega að kíkja of sjaldan hingað inn :) Ef þú kíkir einusinni á dag eða annan hvern dag þá ætti ekkert að fara framhjá þér. Það er líka hægt að fletta upp "nýlegum þráðum", þeas. það er hægt að skoða það yfirlit aftur í tímann. Þetta er lifandi spjallborð og það verður heilmikið að gera á því þegar fram líða stundir og ég er hræddur um að tilkynningar af þeirri virkni myndu endanlega ganga fram af fólki. Best væri ef einhver nennti að taka saman athyglisverðustu umræður vikunnar og sendi fjölpóst með yfirlit yfir þær, en það er auðvitað hellings vinna.

Hér er hægt að fletta nýlegum þráðum aftur í tímann:
nylegir_thraedir.png
nylegir_thraedir.png (54.48 KiB) Skoðað 1868 sinnum
Eins og með allt þá er auðvitað útilokað að gera öllum til geðs, fólk hefur mismunandi smekk á því hvernig það vill hafa þetta, mér finnst t.d. Facebook vera enn verri kostur því það þarf ekki annað en að börnin mín eða konan mín komist í símann og opni óvart FB þá missi ég af fullt af tilkynningum. Þú getur verið Facebook megin ef það hentar þér betur, það verður auðvitað einhver virkni þar líka og svo ef þú sérð að það er eitthvað sérstakt í gangi þá geturðu kíkt hingað og farið beint í lokuðu grúbburnar sem eru ætlaðar félögum - það er ekki hundrað í hættunni þó þú missir af einhverju almennu spjalli. Ég vona samt að þú og aðrir venjist spjallinu hér, þetta getur orðið að öðru heimili ef maður kíkir reglulega :)
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Þri Feb 04, 2020 2:49 pm

En jú, það er hægt að fá tilkynningar í tölvupósti á þá þræði sem þú hefur gerst áskrifandi að, t.d. ef þú settir þráðinn "Ef þú ert að fara í ferð..." í áskrift, þá færðu tölvupóst þegar einhver svarar. (Biðst afsökunar á að ekki er búið að þýða allt kerfið á íslensku, margar uppfærslur á kerfinu frá síðustu þýðingu)
email_tilkynningar.png
email_tilkynningar.png (64.18 KiB) Skoðað 1867 sinnum
Svara