[KEPPNI#004] Apríl 2020 „Vor“

Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni um mynd mánaðarins
Læst
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fös Apr 17, 2020 9:05 pm

LJÓSMYNDAKEPPNI FÓKUS - APRÍL 2020

Vinsamlega lesið eftirfarandi punkta vel yfir:

ÞEMA: VOR
Þetta getur verið nokkurnveginn hvað sem er, en myndin þarf að gefa áhorfandanum þá tilfinningu að myndin tengist vorinu góða. Athugið að ég ætla að lengja aðeins í keppnistímabilinu vegna þess hve seinn ég er að tilkynna keppnina, svo myndin má vera tekin fram að skiladegi sem verður föstudagurinn 8. maí. Athugið að það verður maí keppni líka þó þetta keppnistímabil teygi sig aðeins yfir á þann mánuðinn.

Helstu atriði:
  • Ljósmynd skal vera tekin á tímabilinu 1. apríl til 8. maí árið 2020.
  • Keppnistímabili lýkur á miðnætti föstudaginn 8. maí.
  • Hægt verður að senda inn myndir í keppnina til 8. maí
  • Kosning hefst mánudaginn 11. maí.
  • Kosningu lýkur kl 18.00 föstudaginn 15. maí og munu niðurstöður kosninga birtast í kjölfarið.
  • Þessi tiltekna keppni er opin öllum, bæði Fókusfélögum og öllum notendum spjallkerfisins.
  • Verðlaun eru í vinnslu, nánar um þau síðar.
  • Í tilefni þess að verðlaun eru í boði í keppninni munu stjórnendur Fókus og keppnisstjóri EKKI taka þátt í keppninni, til þess að taka af allan vafa um framkvæmd keppninnar.
Innsending mynda:
  • Aðeins ein ljósmynd á hvern keppanda.
  • Ljósmyndin má ekki hafa verið áður birt hér á spjallinu né á Facebooksíðu Fókus
  • Nauðsynlegt er að stuttur titill fylgi hverri ljósmynd, myndir án titla verða ekki með í keppninni.
  • Hámarksstærð viðhengja er 25 megabæti og eingöngu verður tekið við JPEG/JPG skrám.
  • Undirskrift eða vatnsmerki er EKKI leyfilegt á myndum, höfundamerktar myndir verða ekki með í keppninni.
  • Engin hámarksstærð er á myndum en lágmarksstærð er 900 pixlar á breiddina.

Það er kominn styrktaraðili fyrir þessa keppni en ekki er orðið ljóst hver verðlaunin verða, en ég kem með þær upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.


Gangi ykkur vel!
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Þri Apr 21, 2020 2:23 pm

Í þessari keppni verða vinningar í boði Fotoval fyrir efstu þrjú sætin. Margir litlir pakkar felast í hverjum vinningi, nánari útlistun kemur innan skamms. Tími til að mynda og skila er til 8. maí. Þemað er VOR. Allir út að mynda! :D
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fös Apr 24, 2020 4:05 pm

Hér koma vinningarnir sem eru í boði Fotoval. Þetta er fjöldi lítilla vinninga sem deilast svona niður á efstu 3 sætin:

1. sæti:
1verdlaun.jpg
RayFlash Universal Ring Flash Adapter
Velbon Ultra Stick L60 Monopod
XL Pro Lighting Kit softbox fyrir myndavélaflöss
ILFORD Galerie Premium 10x15 ljósmyndapappír pakki með 50stk
DUST-AID Platinum DSLR Sensor Filter Cleaner
Marumi VARI 2-6x Close-Up filter fyrir 58mm filterþráð
White Balance Micro-Disc til þess að stilla White Balance rétt


2. sæti:
2verdlaun.jpg
Velbon Ultra Stick L60 Monopod
XL Pro Lighting Kit softbox fyrir myndavélaflöss
ILFORD Galerie Premium 10x15 ljósmyndapappír pakki með 50stk
DUST-AID Platinum DSLR Sensor Filter Cleaner
Marumi VARI 2-6x Close-Up filter fyrir 58mm filterþráð
White Balance Micro-Disc til þess að stilla White Balance rétt

3. sæti:
3verdlaun.jpg
XL Pro Lighting Kit softbox fyrir myndavélaflöss
ILFORD Galerie Premium 10x15 ljósmyndapappír pakki með 50stk
DUST-AID Platinum DSLR Sensor Filter Cleaner
Marumi VARI 2-6x Close-Up filter fyrir 58mm filterþráð
White Balance Micro-Disc til þess að stilla White Balance rétt

Ég biðst afsökunar á lítið vandaðri myndatöku af vinningunum, ég hefði getað gert mun betur verandi með alvöru stúdíóljós og allt sem þarf - eina sem ég á hinsvegar ekki nóg af, er tíminn sjálfur.

Gangi ykkur vel :)
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fös Maí 08, 2020 9:19 am

Skilafrestur rennur út á miðnætti í kvöld! Þemað er VOR. Þema maíkeppninnar verður HREYFING og glæsileg verðlaun frá Origo / Canon á Íslandi verða kynnt á næstu dögum. Ég var að spá í að leyfa stjórn Fókus að taka þátt framvegis í keppnum þar sem ég einn sé sé um framkvæmd keppninnar og sé innsendar myndir. Væri gaman að heyra ykkar álit á því ef þið hafið sterka skoðun :)
Elin Laxdal
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 234
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm

Fös Maí 08, 2020 8:42 pm

Takk fyrir alla vinnuna sem þú leggur í þetta Kiddi. Mér finnst sjálfsagt að stjórnin takið þátt enda er nafnleynd og við sjálf kjósendur. því er ekki mögulegt að leikurinn verði ójafn að neinu leyti. Hins vegar er dáldið súrt að þú getir ekki tekið þátt endrum og eins. Geta ekki aðrir stjórnarmeðlimir tekið boltann við og við þannig að það sé hægt ? Annað mál eru svo verðlaunin. Þau eru mjög flott en alls ekki nauðsynleg. Keppnin er nógu skemmtileg til þess að við getum verið án þeirra.
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fös Maí 08, 2020 10:36 pm

Takk fyrir góð orð Elín :) Ég hef mjög mikla ánægju af því að halda keppnirnar og hef litla þörf á að taka þátt, sömuleiðis á ég góð sambönd við flestar verslanirnar og á ekki erfitt með að redda verðlaunum, enda frábært fólk á bak við þessar búðir. Og jú ég reikna með að það verði kannski einn og einn mánuður í sumar og haust án verðlauna og þá lauma ég mér inn, en mín verðlaun felast í góðri þátttöku ykkar - það gleður mig mest.
Læst