Vinsamlega lesið eftirfarandi punkta vel yfir:
ÞEMA: VOR
Þetta getur verið nokkurnveginn hvað sem er, en myndin þarf að gefa áhorfandanum þá tilfinningu að myndin tengist vorinu góða. Athugið að ég ætla að lengja aðeins í keppnistímabilinu vegna þess hve seinn ég er að tilkynna keppnina, svo myndin má vera tekin fram að skiladegi sem verður föstudagurinn 8. maí. Athugið að það verður maí keppni líka þó þetta keppnistímabil teygi sig aðeins yfir á þann mánuðinn.
Helstu atriði:
- Ljósmynd skal vera tekin á tímabilinu 1. apríl til 8. maí árið 2020.
- Keppnistímabili lýkur á miðnætti föstudaginn 8. maí.
- Hægt verður að senda inn myndir í keppnina til 8. maí
- Kosning hefst mánudaginn 11. maí.
- Kosningu lýkur kl 18.00 föstudaginn 15. maí og munu niðurstöður kosninga birtast í kjölfarið.
- Þessi tiltekna keppni er opin öllum, bæði Fókusfélögum og öllum notendum spjallkerfisins.
- Verðlaun eru í vinnslu, nánar um þau síðar.
- Í tilefni þess að verðlaun eru í boði í keppninni munu stjórnendur Fókus og keppnisstjóri EKKI taka þátt í keppninni, til þess að taka af allan vafa um framkvæmd keppninnar.
- Aðeins ein ljósmynd á hvern keppanda.
- Ljósmyndin má ekki hafa verið áður birt hér á spjallinu né á Facebooksíðu Fókus
- Ljósmynd skal senda með tölvupósti á netfangið keppni@fokusfelag.is.
- Nauðsynlegt er að stuttur titill fylgi hverri ljósmynd, myndir án titla verða ekki með í keppninni.
- Hámarksstærð viðhengja er 25 megabæti og eingöngu verður tekið við JPEG/JPG skrám.
- Undirskrift eða vatnsmerki er EKKI leyfilegt á myndum, höfundamerktar myndir verða ekki með í keppninni.
- Engin hámarksstærð er á myndum en lágmarksstærð er 900 pixlar á breiddina.
Það er kominn styrktaraðili fyrir þessa keppni en ekki er orðið ljóst hver verðlaunin verða, en ég kem með þær upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.
Gangi ykkur vel!