Sigurvegari keppninnar hlýtur í verðlaun Lowepro Slingshot Edge 250 AW í boði Beco ljósmyndavöruverslunar að verðmæti 17.290 kr ÁSAMT myndflöguhreinsunar að verðmæti 8.000 kr.
Sömuleiðis ætlar Beco að bjóða öllum vinum Fókus á Facebook upp á 20% afslátt af öllum Hahnel afsmellurum, snúrutengdum, þráðlausum og timelapse-kit einnig frá Hahnel. Eina sem þú þarft að gera er að segjast vera í Facebook-grúppu Fókus.
LJÓSMYNDAKEPPNI FÓKUS - HREKKJAVÖKUKEPPNI 20. október - 2. nóvember
Vinsamlega lesið eftirfarandi punkta vel yfir:
ÞEMA:HREKKJAVAKAN 2020
Helstu atriði:
- Hægt verður að senda inn mynd í keppnina til miðnættis mánudaginn 2. nóvember
- Kosning hefst þriðjudagskvöld 3. nóvember
- Kosningu lýkur kl 21.00 föstudaginn 6. nóvember og munu niðurstöður kosninga birtast í kjölfarið.
- Þessi tiltekna keppni er opin öllum, bæði Fókusfélögum og öllum notendum spjallkerfisins.
- Aðeins ein ljósmynd á hvern keppanda.
- Ljósmyndin má ekki hafa verið áður birt hér á spjallinu né opinberlega annarsstaðar, t.d. Facebook & Instagram
- Ljósmynd skal senda með tölvupósti á netfangið keppni@fokusfelag.is.
- Nauðsynlegt er að stuttur titill fylgi hverri ljósmynd
- Hámarksstærð viðhengja er 25 megabæti og eingöngu verður tekið við JPEG/JPG skrám.
- Undirskrift eða vatnsmerki er EKKI leyfilegt á myndum, höfundamerktar myndir verða ekki með í keppninni.
- Engin hámarksstærð er á myndum en lágmarksstærð er 900 pixlar á breiddina.