Álftafjörður

Ítarleg, uppbyggileg og vönduð gagnrýni óskast.
Reglur:
Þetta er svæði er ætlað sem vettvangur fyrir þá sem vilja raunverulega gagnrýni á sínar myndir. „Flott mynd“ er ekki gott dæmi um gagnrýni. Segjum það sem okkur raunverulega finnst, þó á kurteisan og uppbyggilegan máta.
Svara
Emil
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 6
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 10:49 pm

Lau Apr 18, 2020 8:35 pm

Í gærkvöldi var ég í kulda og trekki á leiðinni fyrir Álftafjörð á Skógarströnd. Aldrei þessu vant var engin umferð. Því stoppaði ég bílinn, skrúfaði (segir maður þetta?) niður hliðarrúðuna, greip myndavélina og smellti af einni mynd. Eins og myndin ber með sér vannst ekki tími til að bregða þrífætinum undir myndavélina. Skýin voru á fleigiferð og langaði mig að fanga gatið í þeim þar sem það blasti við mér.

Má ég heyra hvað ykkur finnst? Hvað gæti ég gert öðruvísi?
Álftafjörður.jpg
Álftafjörður.jpg (332.56 KiB) Skoðað 1797 sinnum
Skjámynd
Arngrímur
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 125
Skráði sig: Lau Nóv 30, 2019 5:24 pm

Sun Apr 19, 2020 10:52 pm

Mér finnst þetta vel gert hjá þér að fanga þetta augnablik, og t..d flott hvernig það er jafnvægi í myndinni að ofan og neðan. Held að þrífótur hefði ekki gert mikið fyrir þessa mynd það er ekki það sem kemur upp í hugann. Bara flott mynd.
Skjámynd
Daðey
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 146
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Fim Maí 28, 2020 9:40 pm

Mér finnst þetta flott mynd, hrá og drungaleg. Kápa á spennusögu. Ég held ég hefði ekki gert þetta öðruvísi en einmitt svona.
Svara