Fuji forvitni

Canon, Nikon, Sony, Fuji... allir velkomnir!
Svara
Axel Th
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 7
Skráði sig: Fös Des 20, 2019 8:20 pm

Fim Jún 25, 2020 10:23 pm

Hæ öll, smá forvitni, er ég einn um það í klúbbnum að vera með Fuji myndavél ?
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Jún 25, 2020 10:44 pm

Það efast ég um :) Ég hef sjálfur átt Fuji oftar en einusinni og elskaði þær alveg, X-Pro1 og XT-1 hef ég átt ásamt fullt af linsum, 14/2.8, 23/1.4, 35/1.4, 18-55/2.8-4, 60/28Macro, 55-200mm og ýmislegt fleira. Kunni ákaflega vel við græjurnar en ég endaði svo alltaf í stærri sensor. Það er amk einn notandi hér á spjallinu sem á Fuji GFX 50s og ég veit að það eru nokkrir aðrir með Fuji. Margir eru með Fuji sem aukavél, eins og þú væntanlega? Varstu ekki með Canon vélar um daginn í röltinu?
Skjámynd
Þorkell
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 98
Skráði sig: Fös Nóv 29, 2019 7:53 am
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Jún 25, 2020 11:14 pm

Ég er með XT-2 og 23/2 linsuna. Nota þetta ekki eins mikið og ég hélt ég myndi gera.
Þorkell Sigvaldason
Instagram - Flickr
Axel Th
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 7
Skráði sig: Fös Des 20, 2019 8:20 pm

Fim Jún 25, 2020 11:29 pm

kiddi skrifaði:
Fim Jún 25, 2020 10:44 pm
Það efast ég um :) Ég hef sjálfur átt Fuji oftar en einusinni og elskaði þær alveg, X-Pro1 og XT-1 hef ég átt ásamt fullt af linsum, 14/2.8, 23/1.4, 35/1.4, 18-55/2.8-4, 60/28Macro, 55-200mm og ýmislegt fleira. Kunni ákaflega vel við græjurnar en ég endaði svo alltaf í stærri sensor. Það er amk einn notandi hér á spjallinu sem á Fuji GFX 50s og ég veit að það eru nokkrir aðrir með Fuji. Margir eru með Fuji sem aukavél, eins og þú væntanlega? Varstu ekki með Canon vélar um daginn í röltinu?
:) jú ég var með Canon í röltinu, eigum 2 stk 6D sem ég kann voðalega vel við en svo eru líka Fuji XT-1 með nokkrum linsum, Sony A7Smk2 með nokkrum linsum og Nikon P900 með sinni áföstu linsu :) gríp þá vél sem mig langar að nota hvert skiptið en Canon 6D + Sigma 150-600 er að koma best út fyrir fuglamyndir að mínu mati :)
Axel Th
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 7
Skráði sig: Fös Des 20, 2019 8:20 pm

Fim Jún 25, 2020 11:33 pm

Þorkell skrifaði:
Fim Jún 25, 2020 11:14 pm
Ég er með XT-2 og 23/2 linsuna. Nota þetta ekki eins mikið og ég hélt ég myndi gera.
skil þig og sama hér, gríp Fuji helst með í ferðalög vegna þess hvað hún er lítil :)
Skjámynd
hauxon
Póstar: 2
Skráði sig: Fim Des 05, 2019 1:56 pm

Fös Jún 26, 2020 10:20 am

Ég hef verið Fuji megin í lífinu nokkuð lengi. Kosturinn við Fuji í dag er fyrst og fremst fílósófían hjá þeim og "ergonomics". Þegar ég held á Fuji vél þá er einhvern veginn allt eins og það á að vera í myndavél (ekki eins og vasadiskó með linsu). Þeir virðast fylgjast vel með hvað fólk er að tala um að sé ekki nógu gott og mætti laga og voru á sínum tíma brautryðjendur í þeim málum með uppfærslum og lagfæringum í firmware sem margir hinna hafa nú tekið upp. Linsurnar frá Fuji eru líka nær undantekningarlaust vandaðar og jafnvel afburða. Ég hef átt Fuji X búnað frá 2013 og töluvert af boddíum og linsum og búinn að eiga flestar ódýrari og dýrar Fuji X linsurnar.

Ég seldi svo allt Fuji X dótið mitt í haust til að kaupa GFX 50S og eina linsu (GF 23mm f/4). Ég er fyrst og fremst landslagsljósmyndari og tek stöku portrait inn á milli. Ég hef ekki tíma og nennu til að sökkva mér í video þ.a. myndavél og linsur sem eru fyrst og fremst ljósmynda orienteraðar höfðar sterkt til mín. Ég sem sagt ákvað að ég væri til í að fækka linsunum (og auka þyngdina) til að geta farið í "endgame" búnað fyrir það sem er mitt aðal viðfangsefni, landsag. Ég bætti svo fljótlega Mitakon 65mm f/1.4 (fyrir jólamyndirnar) sem alveg merkilega góð og núna í vor var GF 50mm f/3.5 á ómótstæðilegu tilboði. GF50 er svo góð að ég nota 65/.14 sjaldnar en hún á skilið. Mig vantar enn proper tele linsu og reyni að vera þolinmóður þó það sé erfitt. Ég á reyndar m42 mount adapter og nokkrar gamlar linsur og nota mest Carl Zeiss Jena 135/3.5 sem ég fann í Góða hirðinum á 1500 krónur. Merkilega góð linsa. Í stuttu máli þá myndi ég nokkuð sáttur þarna og ætla að byggja upp það linsusafn sem ég þarf á nokkrum árum. GF110/2 er eitthvað sem maður verður að eignast, svo er það spurningin hvort að GF 100-200/5.6 sé skynsamlegri en GF 250/4. :P

...ég myndi samt segja að ég sé enn ekki búinn að taka mynd sem "réttlætir" græjurnar en margir á miðjum aldri fá sér breyttan jeppa eða mótorhljól eða eitthvað. Þetta er minn Harley . :mrgreen:
Svara